Erlent

Réttarhöldum frestað

Héraðsréttur í Boksburg frestaði í gær máli yfir parinu sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku. Þau Willie Theron 28 ára og Desiree Oberholzer 43 ára eiga að mæta aftur fyrir rétti 5. september. Þetta kemur fram á suður-afríska vefritinu Independent Online. Þar kemur einnig fram að Theron mun fara fram á að vera sleppt úr varðhaldi gegn tryggingu. Lík Gísla fannst 10. júlí falið í tunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sá í fætur þess. Hann hafði verið skotin í höfuðið. Theron og Oberholzer verða kærð fyrir morð, þjófnað, svik og að hindra framgang réttvísinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×