Miami 0 - Detroit 1 24. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons hafa stundum orð á því að lið þeirra hafi ekki fengið þá virðingu áhorfenda og fjölmiðlamanna sem meistaraliði sæmir. Þeir njóta hinsvegar virðingar mótherja sinna á vellinum, ekki síst eftir leiki eins og gær þegar þeir lögðu Miami 90-81 í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. Það var fyrst og fremst harður varnarleikur og skipulagður sóknarleikur sem skóp sigur meistaranna í Miami í nótt og þeir hafa nú tryggt sér heimavallarréttinn í eivíginu. Larry Brown þjálfari Detroit, sýndi snilli sína gær og uppstillingar hans í vörn og sókn ollu Miami gríðarlegum vandræðum. Brown hefur greinilega unnið heimavinnuna sína eins og venjulega, því eftir að Shaquille O´Neal hafði skorað úr fyrstu fjórum skotum sínum í leiknum, var hann nánast klipptur út og fékk lítið úr að moða eftir það. Sömu sögu var að segja um ungstirnið Dwayne Wade, en hann mátti sín lítils gegn hörkuvörn Tayshaun Prince á löngum köflum og hitti mjög illa. Ljóst er að Shaquille O´Neal getur auðvitað ekki beitt sér að fullu fyrir Miami og það varð ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn hvort hann myndi spila. Möguleikar Miami í einvíginu byggjast mikið á því hvort tröllið nær að hrista af sér meiðsli sín, en það verður að teljast býsna ólíklegt úr þessu og því þarf Flórídaliðið nú á öllu sínu að halda ef ekki á illa að fara fyrir þeim gegn frábæru og vel samstilltu liði meistaranna. "Þeir gerðu vel í að finna auðveldar lausnir á móti okkur í varnarleiknum, en án þess að taka nokkuð frá þeim, held ég þó að það hafi verið þolinmæði þeirra og nýting á færum sem gerði útslagið í leiknum í kvöld. Við náðum ekki að gera sömu hluti og þeir voru að gera," sagði Stan Van Gundy þjálfari Miami eftir leikinn. Eftir að Detroit hafði verið skrefinu á undan í leiknum lengst af, náði Miami að jafna leikinn í 80-80, en þá var eins og það væri reynsla meistaranna sem réði úrslitum. "Við höfum verið í þessari aðstöðu áður og þegar staðan er jöfn og lítið eftir af leiknum, er það reynsla okkar sem meistaraliðs sem vegur þungt og þá detta skotin okkar," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. Atkvæðamestir hjá Miami:Eddie Jones 22 stig (8 frák), Shaquille O´Neal 20 stig (5 frák), Dwayne Wade 16 stig (6 frák, hitti úr 7 af 25 skotum), Keyon Dooling 8 stig, Udonis Haslem 6 stig (6 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Rasheed Wallace 20 stig (10 frák), Chauncey Billups 18 stig (5 stoðs), Rip Hamilton 16 stig (5 stoðs), Ben Wallace 13 stig (13 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 10 stig (6 frák). NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons hafa stundum orð á því að lið þeirra hafi ekki fengið þá virðingu áhorfenda og fjölmiðlamanna sem meistaraliði sæmir. Þeir njóta hinsvegar virðingar mótherja sinna á vellinum, ekki síst eftir leiki eins og gær þegar þeir lögðu Miami 90-81 í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. Það var fyrst og fremst harður varnarleikur og skipulagður sóknarleikur sem skóp sigur meistaranna í Miami í nótt og þeir hafa nú tryggt sér heimavallarréttinn í eivíginu. Larry Brown þjálfari Detroit, sýndi snilli sína gær og uppstillingar hans í vörn og sókn ollu Miami gríðarlegum vandræðum. Brown hefur greinilega unnið heimavinnuna sína eins og venjulega, því eftir að Shaquille O´Neal hafði skorað úr fyrstu fjórum skotum sínum í leiknum, var hann nánast klipptur út og fékk lítið úr að moða eftir það. Sömu sögu var að segja um ungstirnið Dwayne Wade, en hann mátti sín lítils gegn hörkuvörn Tayshaun Prince á löngum köflum og hitti mjög illa. Ljóst er að Shaquille O´Neal getur auðvitað ekki beitt sér að fullu fyrir Miami og það varð ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn hvort hann myndi spila. Möguleikar Miami í einvíginu byggjast mikið á því hvort tröllið nær að hrista af sér meiðsli sín, en það verður að teljast býsna ólíklegt úr þessu og því þarf Flórídaliðið nú á öllu sínu að halda ef ekki á illa að fara fyrir þeim gegn frábæru og vel samstilltu liði meistaranna. "Þeir gerðu vel í að finna auðveldar lausnir á móti okkur í varnarleiknum, en án þess að taka nokkuð frá þeim, held ég þó að það hafi verið þolinmæði þeirra og nýting á færum sem gerði útslagið í leiknum í kvöld. Við náðum ekki að gera sömu hluti og þeir voru að gera," sagði Stan Van Gundy þjálfari Miami eftir leikinn. Eftir að Detroit hafði verið skrefinu á undan í leiknum lengst af, náði Miami að jafna leikinn í 80-80, en þá var eins og það væri reynsla meistaranna sem réði úrslitum. "Við höfum verið í þessari aðstöðu áður og þegar staðan er jöfn og lítið eftir af leiknum, er það reynsla okkar sem meistaraliðs sem vegur þungt og þá detta skotin okkar," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. Atkvæðamestir hjá Miami:Eddie Jones 22 stig (8 frák), Shaquille O´Neal 20 stig (5 frák), Dwayne Wade 16 stig (6 frák, hitti úr 7 af 25 skotum), Keyon Dooling 8 stig, Udonis Haslem 6 stig (6 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Rasheed Wallace 20 stig (10 frák), Chauncey Billups 18 stig (5 stoðs), Rip Hamilton 16 stig (5 stoðs), Ben Wallace 13 stig (13 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 10 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira