Innlent

Starfsfólki Landmælinga fækkar

Landmælingum Íslands verður úthlutað fjórtán milljónum til uppfærslu stafrænna landakorta sinna. Það er sextán milljónum minna en í fyrra. Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, telur hið lága fjárframlag geta "haft einhver áhrif á starfsmenn til framtíðar". Landmælingar vinni mikilvægt starf. Jóhann Ársælsson í Samfylkingunni bar málið upp á þingi, þar sem upphaflega átti ekki að leggja fé í uppfærslu kortanna. Jóhann segir gott að óvissu um framhald kortagerðarinnar hafi verið eytt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×