Innlent

Mengunarkvótar skapa skriffinsku

Ekki er ástæða til að setja mengunarkvóta á losunarheimildir fyrirtækja á innanlandsmarkaði, sagði Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra á þingfundi Alþingis í gær. Ávinningurinn yrði enginn, hagkvæmnin engin en umsýslan mikil. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði svör umhverfisráðherra vonbrigði. Sigríður Anna sagði að ríkjum sem aðild eigi að Kyoto-bókuninni verði gert að setja upp bókunarkerfi um mengun fyrirtækja. Kerfið verði vistað hjá Umhverfisstofnun. Breytist aðstæður sé auðvelt að vinna upplýsingar úr kerfinu. Mörður Árnason lagði fyrirspurn um málið fram. Hann sagði ólíklegt að Íslendingar fengju alltaf heimildir til að menga langt umfram aðrar þjóðir. "Ég er undrandi og hlessa á svörum umhverfisráðherra," sagði Mörður á Alþingi. Hugmyndaflug hans hafi ekki náð til þess að stjórnvöld sætu aðgerðalaus gagnvart aukinni mengun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×