Apótekari gagnrýndur í bæjarstjórn 2. febrúar 2005 00:01 Andrés Sigumundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjabæ, hefur í tvígang, fyrst í bæjarráði síðan í bæjarstjórn, sakað eiganda Apóteks Vestmannaeyja um að hafa ekki staðið við gefin fyrirheit um samkeppnishæft vöruverð. Andrés flutti tillögu um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem hann sagði að vegna þessara vanefnda bæri bæjarstjórninni að taka jákvætt í umsókn annarra um rekstur apóteks í bænum. Engin umsókn lá fyrir og felldu sjálfstæðismenn og fulltrúar Vestmannaeyjalistans tillöguna og sögðu enn fremur að bæjaryfirvöld ættu að taka afstöðu til umsókna ef og þegar þær bærust. Hanna María Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri apóteksins, segir málflutning bæjarfulltrúans undarlegan. Vöruverðið í apótekinu sé í takt við það sem gerist annars staðar. Sem sakir standa segist hún ekki ætla að aðhafast neitt í málinu. "Það var sagt um Andrés að hann væri galdramaður ársins 2004 í Vestmannaeyjum því hann hefði fengið hægri og vinstri menn til að vinna saman," segir Hanna María. "Þessi málflutningur hans er með ólíkindum og enginn grundvöllur fyrir þessum árásum. Ég skil ekki hvað honum gengur til því það liggur ekki einu sinni fyrir umsókn frá öðrum. Andrés er kjörinn fulltrúi minn jafnt sem annarra Vestmannaeyinga og sem slíkur má hann ekki hygla einum umfram annan. Hann er þegar búinn að valda mér skaða með neikvæðri umræðu í bæjarfélaginu og ef hann heldur málinu áfram á þessum nótum mun ég alvarlega íhuga að gera eitthvað í því." Guðjón Bragason, skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, segir að auðvitað geti sveitarstjórnarmenn verið ábyrgir fyrir orðum sínum fyrir dómstólum. Það vegi hins vegar þungt að samkvæmt sveitarstjórnarlögum geti sveitarstjórnir ályktað um hvert það mál sem hún telji varða sveitarfélagið. Þá segir einnig í lögunum að sveitarstjórnarmenn séu einungis bundnir af lögum og sannfæringu sinni um afstöðu til einstakra mála og þeim beri að gegna störfum af alúð og samviskusemi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Andrés Sigumundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjabæ, hefur í tvígang, fyrst í bæjarráði síðan í bæjarstjórn, sakað eiganda Apóteks Vestmannaeyja um að hafa ekki staðið við gefin fyrirheit um samkeppnishæft vöruverð. Andrés flutti tillögu um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem hann sagði að vegna þessara vanefnda bæri bæjarstjórninni að taka jákvætt í umsókn annarra um rekstur apóteks í bænum. Engin umsókn lá fyrir og felldu sjálfstæðismenn og fulltrúar Vestmannaeyjalistans tillöguna og sögðu enn fremur að bæjaryfirvöld ættu að taka afstöðu til umsókna ef og þegar þær bærust. Hanna María Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri apóteksins, segir málflutning bæjarfulltrúans undarlegan. Vöruverðið í apótekinu sé í takt við það sem gerist annars staðar. Sem sakir standa segist hún ekki ætla að aðhafast neitt í málinu. "Það var sagt um Andrés að hann væri galdramaður ársins 2004 í Vestmannaeyjum því hann hefði fengið hægri og vinstri menn til að vinna saman," segir Hanna María. "Þessi málflutningur hans er með ólíkindum og enginn grundvöllur fyrir þessum árásum. Ég skil ekki hvað honum gengur til því það liggur ekki einu sinni fyrir umsókn frá öðrum. Andrés er kjörinn fulltrúi minn jafnt sem annarra Vestmannaeyinga og sem slíkur má hann ekki hygla einum umfram annan. Hann er þegar búinn að valda mér skaða með neikvæðri umræðu í bæjarfélaginu og ef hann heldur málinu áfram á þessum nótum mun ég alvarlega íhuga að gera eitthvað í því." Guðjón Bragason, skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, segir að auðvitað geti sveitarstjórnarmenn verið ábyrgir fyrir orðum sínum fyrir dómstólum. Það vegi hins vegar þungt að samkvæmt sveitarstjórnarlögum geti sveitarstjórnir ályktað um hvert það mál sem hún telji varða sveitarfélagið. Þá segir einnig í lögunum að sveitarstjórnarmenn séu einungis bundnir af lögum og sannfæringu sinni um afstöðu til einstakra mála og þeim beri að gegna störfum af alúð og samviskusemi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira