Fjöregg R-listans hjá VG 12. ágúst 2005 00:01 Borgarstjórnarflokkur R-listans kom saman til fundar í gær, en margt bendir til þess að hann þurfi næstu mánuðina að starfa við ný skilyrði þar sem dagar R-listans kunna að vera taldir. Félagsfundur Reykjavíkurfélags Vinstri grænna hefur verið boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að niðurstaða þess fundar ráði úrslitum um það hvaða stefnu málið tekur innan flokkanna þriggja og hvort samstaf innan R-listans haldi lífi. Stefán Jón Hafstein Samfylkingunni og borgarfulltrúi R-listans segir að fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík komi saman til fundar á miðvikudaginn kemur. "Það er enn líf í þessu, að minnsta kosti fram yfir helgina," segir Stefán Jón. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi óháðra á R-listanum segir að það standi óhaggað að hann ætli ekki að bjóða sig fram fyrir næstu borgarstjórnarkosningar verði ekkert af frekara R-lista samstarfi. "Mér finnst ekki koma til greina að fara fram með óháðan lista. Reykjavíkurlistinn snýst um það að koma til valda hugsunum félagshyggjunnar og breyta borginni í þeirri mynd. Hann hefur hrundið af stað lífsgæðabyltingu sem ég held að allir í Reykjavíkurlistanum megi vera stoltir af. Þetta snýst ekki um sérstöðu einhverra innan listans eða mína sérstöðu heldur einmitt hugsjónirnar sem þessir flokkar og utanflokkafólk innan R-listans hefur staðið fyrir. Þess vegna er ekki á dagskrá af minni hálfu að fara fram með óháðan lista. Ég var vongóður og rólegur og það voru líklega mistök. Eftir árangurslausar viðræður er ég nú orðiðnn svartsýnn. Menn hafa sökkt sér ofan í öfugan enda og hugsað um hagsmuni flokkanna en ekki hagsmuni kjósenda sinna." Dagur neitar því ennfremur að hann hyggist ganga til liðs við Samfylkinguna."Ég er bara einn af fjölmörgum í borginni sem hef átt erfitt með að finna mér farveg innan tiltekins flokks. Þess vegna er Reykjavíkurlistinn mikilvægur farvegur fyrir alls konar fólk sem vill hafa jákvæð áhrif á umhverfið í kring um sig," segir Dagur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Sjá meira
Borgarstjórnarflokkur R-listans kom saman til fundar í gær, en margt bendir til þess að hann þurfi næstu mánuðina að starfa við ný skilyrði þar sem dagar R-listans kunna að vera taldir. Félagsfundur Reykjavíkurfélags Vinstri grænna hefur verið boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að niðurstaða þess fundar ráði úrslitum um það hvaða stefnu málið tekur innan flokkanna þriggja og hvort samstaf innan R-listans haldi lífi. Stefán Jón Hafstein Samfylkingunni og borgarfulltrúi R-listans segir að fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík komi saman til fundar á miðvikudaginn kemur. "Það er enn líf í þessu, að minnsta kosti fram yfir helgina," segir Stefán Jón. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi óháðra á R-listanum segir að það standi óhaggað að hann ætli ekki að bjóða sig fram fyrir næstu borgarstjórnarkosningar verði ekkert af frekara R-lista samstarfi. "Mér finnst ekki koma til greina að fara fram með óháðan lista. Reykjavíkurlistinn snýst um það að koma til valda hugsunum félagshyggjunnar og breyta borginni í þeirri mynd. Hann hefur hrundið af stað lífsgæðabyltingu sem ég held að allir í Reykjavíkurlistanum megi vera stoltir af. Þetta snýst ekki um sérstöðu einhverra innan listans eða mína sérstöðu heldur einmitt hugsjónirnar sem þessir flokkar og utanflokkafólk innan R-listans hefur staðið fyrir. Þess vegna er ekki á dagskrá af minni hálfu að fara fram með óháðan lista. Ég var vongóður og rólegur og það voru líklega mistök. Eftir árangurslausar viðræður er ég nú orðiðnn svartsýnn. Menn hafa sökkt sér ofan í öfugan enda og hugsað um hagsmuni flokkanna en ekki hagsmuni kjósenda sinna." Dagur neitar því ennfremur að hann hyggist ganga til liðs við Samfylkinguna."Ég er bara einn af fjölmörgum í borginni sem hef átt erfitt með að finna mér farveg innan tiltekins flokks. Þess vegna er Reykjavíkurlistinn mikilvægur farvegur fyrir alls konar fólk sem vill hafa jákvæð áhrif á umhverfið í kring um sig," segir Dagur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Sjá meira