Fjöregg R-listans hjá VG 12. ágúst 2005 00:01 Borgarstjórnarflokkur R-listans kom saman til fundar í gær, en margt bendir til þess að hann þurfi næstu mánuðina að starfa við ný skilyrði þar sem dagar R-listans kunna að vera taldir. Félagsfundur Reykjavíkurfélags Vinstri grænna hefur verið boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að niðurstaða þess fundar ráði úrslitum um það hvaða stefnu málið tekur innan flokkanna þriggja og hvort samstaf innan R-listans haldi lífi. Stefán Jón Hafstein Samfylkingunni og borgarfulltrúi R-listans segir að fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík komi saman til fundar á miðvikudaginn kemur. "Það er enn líf í þessu, að minnsta kosti fram yfir helgina," segir Stefán Jón. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi óháðra á R-listanum segir að það standi óhaggað að hann ætli ekki að bjóða sig fram fyrir næstu borgarstjórnarkosningar verði ekkert af frekara R-lista samstarfi. "Mér finnst ekki koma til greina að fara fram með óháðan lista. Reykjavíkurlistinn snýst um það að koma til valda hugsunum félagshyggjunnar og breyta borginni í þeirri mynd. Hann hefur hrundið af stað lífsgæðabyltingu sem ég held að allir í Reykjavíkurlistanum megi vera stoltir af. Þetta snýst ekki um sérstöðu einhverra innan listans eða mína sérstöðu heldur einmitt hugsjónirnar sem þessir flokkar og utanflokkafólk innan R-listans hefur staðið fyrir. Þess vegna er ekki á dagskrá af minni hálfu að fara fram með óháðan lista. Ég var vongóður og rólegur og það voru líklega mistök. Eftir árangurslausar viðræður er ég nú orðiðnn svartsýnn. Menn hafa sökkt sér ofan í öfugan enda og hugsað um hagsmuni flokkanna en ekki hagsmuni kjósenda sinna." Dagur neitar því ennfremur að hann hyggist ganga til liðs við Samfylkinguna."Ég er bara einn af fjölmörgum í borginni sem hef átt erfitt með að finna mér farveg innan tiltekins flokks. Þess vegna er Reykjavíkurlistinn mikilvægur farvegur fyrir alls konar fólk sem vill hafa jákvæð áhrif á umhverfið í kring um sig," segir Dagur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Borgarstjórnarflokkur R-listans kom saman til fundar í gær, en margt bendir til þess að hann þurfi næstu mánuðina að starfa við ný skilyrði þar sem dagar R-listans kunna að vera taldir. Félagsfundur Reykjavíkurfélags Vinstri grænna hefur verið boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að niðurstaða þess fundar ráði úrslitum um það hvaða stefnu málið tekur innan flokkanna þriggja og hvort samstaf innan R-listans haldi lífi. Stefán Jón Hafstein Samfylkingunni og borgarfulltrúi R-listans segir að fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík komi saman til fundar á miðvikudaginn kemur. "Það er enn líf í þessu, að minnsta kosti fram yfir helgina," segir Stefán Jón. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi óháðra á R-listanum segir að það standi óhaggað að hann ætli ekki að bjóða sig fram fyrir næstu borgarstjórnarkosningar verði ekkert af frekara R-lista samstarfi. "Mér finnst ekki koma til greina að fara fram með óháðan lista. Reykjavíkurlistinn snýst um það að koma til valda hugsunum félagshyggjunnar og breyta borginni í þeirri mynd. Hann hefur hrundið af stað lífsgæðabyltingu sem ég held að allir í Reykjavíkurlistanum megi vera stoltir af. Þetta snýst ekki um sérstöðu einhverra innan listans eða mína sérstöðu heldur einmitt hugsjónirnar sem þessir flokkar og utanflokkafólk innan R-listans hefur staðið fyrir. Þess vegna er ekki á dagskrá af minni hálfu að fara fram með óháðan lista. Ég var vongóður og rólegur og það voru líklega mistök. Eftir árangurslausar viðræður er ég nú orðiðnn svartsýnn. Menn hafa sökkt sér ofan í öfugan enda og hugsað um hagsmuni flokkanna en ekki hagsmuni kjósenda sinna." Dagur neitar því ennfremur að hann hyggist ganga til liðs við Samfylkinguna."Ég er bara einn af fjölmörgum í borginni sem hef átt erfitt með að finna mér farveg innan tiltekins flokks. Þess vegna er Reykjavíkurlistinn mikilvægur farvegur fyrir alls konar fólk sem vill hafa jákvæð áhrif á umhverfið í kring um sig," segir Dagur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira