Innlent

Portúgalir snuðaðir af Impregilo

Laun erlendra starfsmanna portúgalskra starfsmannaleigufyrirtækja við Kárahnjúkavirkjun eru að jafnaði 50 þúsund krónum undir lágmarkskjörum samkvæmt Virkjunarsamningi. Það þýðir að portúgalskir starfsmenn hafa verið snuðaðir um samtals tæpar 300 milljónir króna í fyrra. Þessa upplýsingar byggjast á launaseðlum og tímaskýrslum frá Impregilo og ná til um 500 manna frá ársbyrjun 2004. ASÍ telur að hér sé um alvarlegt brot á Virkjunarsamningi að ræða og hyggst sækja það fyrir félagsdómi. "Ef þetta er rétt þá er þetta grafalvarlegt og eitthvað sem ekki er hægt að líða. Öllu máli skiptir að menn virði lög og leikreglur og þá kjarasamninga sem í gildi eru og undan því getur enginn og á enginn að víkja sér. Ef verkalýðshreyfingin metur það svo að þarna sé um raunverulegt brot að ræða þá væntanlega rekur hún það mál fyrir félagsdómi. Aðkoma okkar sem stjórnvalds er engin fyrr en að dómnum gengnum og þá hvað varðar framkvæmd hans," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×