Maður ógnaði með hnífi
24 ára gamall maður hefur verið dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að leggja vasahníf að hálsi annars sem sat í bíl í Kópavogi í mars á þessu ári. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut af tvö grunn sár vinstra megin á hálsinn. Árásarmaðurinn játaði brot sitt fyrir dómi undanbragðalaust, að því er segir í dómsorði, en mótmælti skaðabótakröfu. Þar sem hann hefur ekki sætt ákæru áður var refsing hans skilorðsbundin í tvö ár. Bótakröfu þess sem fyrir árásinni varð, upp á tæpar 200 þúsund krónur, var vísað frá dómi.