Leyfa undanþágur á þýðingarskyldu 28. febrúar 2005 00:01 Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður. Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Þinginu sjálfu og ráðherra verður veitt heimild til að veita undanþágur frá þýðingarskyldu á EES-reglum og alþjóðlegum samningum. Íslensk málnefnd hefur í umsögn um málið varað alvarlega við þessum undanþágum. En hvernig líst Merði Árnasyni, eina íslenskufræðingnum á Alþingi, á lagabreytinguna? Mörður segir að hann þurfi ekki að vera íslenskufræðingur til að lítast illa á hana. Íslenska sé lagamálið og með því að gera þetta séu menn bæði að spara á íslenskunni og líka að brjóta jafnræðisreglu hjá þegnunum því ekki skilji allir erlendar tungur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir að undanþágum verði settar afar þröngar skorður og því sé ekki ástæða til að óttast lagabreytinguna. Hann telji að ekki sé hægt að marka þessar undanþágur með þrengri skilyrðum en gert sé í þessu tilviki. Aðspurður hvort ekki sé verið að ógna íslenskri tungu með samþykktinni segist Bjarni telja að svo sé alls ekki. Til að mynda sé um að ræða handbækur sem fjalli um mjög þröngt afmarkað sérfræðisvið og það sé bæði tímafrekt verk og ópraktískt að leggja þá kvöð á framkvæmdavaldið að þýða allan slíkan texta. Mörður segist geta fallist á einhverjar undanþágur en ef það sé t.d. vitnað í langar efnafræðiskrár á útlensku þá verði að hvíla sú skylda á íslenskum stjórnvöldum einhver staðar í kerfinu að fólk geti fengið þær þýddar og túlkaðar og skýrðar þannig að íslenska dugi til þess að vera Íslendingur og fara að þeim lögum sem hér ríkja. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður. Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Þinginu sjálfu og ráðherra verður veitt heimild til að veita undanþágur frá þýðingarskyldu á EES-reglum og alþjóðlegum samningum. Íslensk málnefnd hefur í umsögn um málið varað alvarlega við þessum undanþágum. En hvernig líst Merði Árnasyni, eina íslenskufræðingnum á Alþingi, á lagabreytinguna? Mörður segir að hann þurfi ekki að vera íslenskufræðingur til að lítast illa á hana. Íslenska sé lagamálið og með því að gera þetta séu menn bæði að spara á íslenskunni og líka að brjóta jafnræðisreglu hjá þegnunum því ekki skilji allir erlendar tungur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir að undanþágum verði settar afar þröngar skorður og því sé ekki ástæða til að óttast lagabreytinguna. Hann telji að ekki sé hægt að marka þessar undanþágur með þrengri skilyrðum en gert sé í þessu tilviki. Aðspurður hvort ekki sé verið að ógna íslenskri tungu með samþykktinni segist Bjarni telja að svo sé alls ekki. Til að mynda sé um að ræða handbækur sem fjalli um mjög þröngt afmarkað sérfræðisvið og það sé bæði tímafrekt verk og ópraktískt að leggja þá kvöð á framkvæmdavaldið að þýða allan slíkan texta. Mörður segist geta fallist á einhverjar undanþágur en ef það sé t.d. vitnað í langar efnafræðiskrár á útlensku þá verði að hvíla sú skylda á íslenskum stjórnvöldum einhver staðar í kerfinu að fólk geti fengið þær þýddar og túlkaðar og skýrðar þannig að íslenska dugi til þess að vera Íslendingur og fara að þeim lögum sem hér ríkja.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira