Sport

Lyfti mestu þyngd sögunnar

Heljarmennið Benedikt "Tarfur" Magnússon er nú í óðaönn að undirbúa sig undir Evrópumeistaramótið í kraftlyftingum í Finnlandi í næsta mánuði og í dag hitaði hann upp með því að lyfta 426 kílóum í réttstöðulyftu á æfingu, en það er mesta þyngd sem lyft hefur verið í sögunni svo vitað sé. Breski lyftingamaðurinn Andy Bolton á skráð heimsmet í réttstöðulyftu, sem er 425 kíló, en Benedikt ætlar greinilega að gera harða atlögu að því í Finnlandi í næsta mánuði. "Ég ætla að byrja á að taka 426 kíló í keppninni og svo bara sér maður til hvað gerist í framhaldinu," sagði Benedikt í samtali við Vísi í dag og var mjög rólegur í fasi yfir afreki sínu fyrr um daginn. "Það sem kom mér mest á óvart var hvað mér fannst ég eiga mikið inni," bætti hann við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×