Milljóndollara seðlar
Bíræfnir peningafalsarar hafa undanfarna mánuði reynt að fá íslenska banka til að taka sjötíu einnar milljónar dollara seðla sem veð gegn láni. Það jafngildir nærri fjórum og hálfum milljarði króna. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur seðlana undir höndum og vinnur nú að því með lögregluyfirvöldum í Bretlandi að hafa hendur í hári svindlaranna. Þetta hljómar einsog hálfslöpp bíómynd, að einhver labbi inn í banka með milljón dollara seðla í vasanum og ætlist til þess að vera tekinn alvarlega. En svona mál hafa undanfarið komið víða upp í Evrópu. Arnar Jensson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að þó gjörningurinn kunni að hljóma hjákátlegur í meira lagi sé ljóst að hann er víða stundaður og að mennirnir sem reyni slíkt hljómi og komi fólki fyrir sjónir sem trúverðuglegir.Í raun er þetta ekki peningafölsun og það gæti einmitt verið ástæða þess að svindlararnir völdu þessa leið. Ástæða þess er að ekki er um fölsun að ræða er að einungis er hægt að kæra menn fyrir að falsa peninga sem eru í umferð, en milljón dollara seðill hafi aldrei verið gefin út. Því sé um að ræða fjársvik. Arnar segir unnið að því í samvinnu við bresk yfirvöld að handtaka þá sem að þessu standa. Hann segir þjóðerni mannanna ekki ljóst ennþá enda sé ekki ljóst hvort skilríkin þeirra hafi verið ófölsuð. Arnar segist ekki vita til þess að Íslenskir bankar hafi tekið seðla mannanna gilda.