Innlent

Segist ekkert vita um sprengju undir bíl

Sprengja sprakk undir mannlausum bíl við Mylluna í Skeifunni í nótt. Fjarlægja þurfti sprengjubrot úr fæti á konu sem stóð skammt frá bílnum. Sá sem hafði bílinn til umráða segist enga hugmynd hafa um af hverju sprengja var undir bílnum.

Það var rétt fyrir klukkan þrjú í nótt sem sprengjan sprakk undir blárri Mözdu sem lagt hafði verið í stæði við Mylluna. Sá sem hafði bílinn til umráða vinnur í Myllunni og segist hann heppinn að hafa ekki verið í bílnum þegar sprengja sprakkþar sem hann er oft á heimleið á þessum tíma.Kona sem hafði farið út til að reykja stóð rétt við bílinn þegar sprengingin og hlaut hún sár á fæti sem gera þurfti að á slysadeild.

Deu Bahadur Garung hafði farið á bílnum í vinnuna en bróðir hans,sem fór fyrir skömmu á heimaslóðir í Nepal þar sem hann ætlar að vera fram í janúar,á bílinn.Deu segist hafa verið að vinna þegar honum hafi verið sagt að það hefði verið sprengja í bílnum hans. Hann hafi í kjölfarið farið og skoðað bílinn og þá hafi sprengjan verið sprungin. Aðspurður segist Deu ekki hafa hugmynd um hvers vegna bíllinn hafi verið sprengdur. Hann eigi enga óvini.

Deu segist ekki hafa fengið að skoða bílinn vel eftir sprenginguna og auk þess hafi verið mjög dimmt. Hann sagðist þó hafa séð nokkuð mikið af hvítu af dufti sem hann telur hafa verið leifar úr sprengjunni.Aðspurður segir hann að honum hafi brugðið vegna atviksins því hann fari stundum heim úr vinnu á þessum tíma.

Eftir að sprengjansprakk voru sérfræðingar kallaðir á vettvang og sýni tekin til greiningar. Heimildir fréttastofuStöðvar 2herma að farið hafi verið með einhver efni til greiningar í bandaríska sendiráðið. Gólf bílsins var mikið rifið vinstra megin eftir sprenginguna og næsti bíll við hliðina rispaðist eitthvað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×