Kátir með aukna samkeppni 26. febrúar 2005 00:01 Hjá Bónus eru menn sallarólegir með verðlækkun Krónunnar í dag og jafnvel bara nokkuð kátir með aukna samkeppni að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss. Hann segir að þeir séu bara upp með sér að verslanakeðja á sama markaði þurfi að lækka sig um allt að 25% til að bjóða sambærilegt verð og Bónus. Spurður hvort þeir hafi kynnt sér nýju verðin hjá Krónunni í dag segir Guðmundur svo vera að og í kjölfarið hafi Bónus lækkað verð á einhverjum vörum. Varðandi orð Sigurðar um að ekki hafi verið virk samkepnni á þessum markaði spyr Guðmundur hvort kollegi hans hjá Kaupási hafi hreinlega ekki verið í vinnunni. Bónus hafi alla vega ávallt lagt sig fram við að hafa lægsta verðið. Krónan hefur blásið til sóknar á matvörumarkaði með allt að fjórðungslækkun á ákveðnum tegundum matvæla í dag. Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss sem rekur Krónuverslanirnar, segir tímabært að virkja samkeppni milli lágvöruverðsverslana hér á landi. Að hans sögn er þetta gert til að mæta kröfum viðskiptavina um hagstæðara verðlag og auka samkeppni á lágvöruverðsmarkaði sem hann segir ekki hafa verið nægilega mikla fyrir. Ástæðuna fyrir því segir hann líta svo út að einn aðili hafi verið með yfirburðastöðu á markaðinum en neytendur vilji meiri samkeppni. Aðspurður hvers vegna verð Krónunnar hafi ekki verið lægra í ljósi þess að verslununum hafi verið komið á laggirnar til að veita t.a.m. Bónus samkeppni í lágvöruverðsverlsun, segir Sigurður að tiltölulega stutt sé síðan nýir eigendur hafi komið að fyrirtækinu og upp frá því hafi þeir verið að kynna sér reksturinn og gera hagræðingar í honum, t.d. með því að endursemja við birgja. Spurður hvort Krónan sé núna með lægra vöruverð en Bónus eða einungis sambærilegt segir hann að þeir muni leggja sig alla fram við að tryggja neytendum samkeppnishæft verð á hverjum tíma á helstu neysluvörum heimilisins. Kaupás rekur tólf Krónuverslanir: á höfuðborgarsvæðinu, á Þorlákshöfn, Selfossi, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum en bráðlega verður opnuð ný Krónuverslun á Reyðarfirði. Auk þess rekur Kaupás verslanir Nóatúns og 11-11. Hagar reka 23 Bónusverslanir auk verslana undir nafni Hagkaupa og 10-11 Neytendur Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hjá Bónus eru menn sallarólegir með verðlækkun Krónunnar í dag og jafnvel bara nokkuð kátir með aukna samkeppni að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss. Hann segir að þeir séu bara upp með sér að verslanakeðja á sama markaði þurfi að lækka sig um allt að 25% til að bjóða sambærilegt verð og Bónus. Spurður hvort þeir hafi kynnt sér nýju verðin hjá Krónunni í dag segir Guðmundur svo vera að og í kjölfarið hafi Bónus lækkað verð á einhverjum vörum. Varðandi orð Sigurðar um að ekki hafi verið virk samkepnni á þessum markaði spyr Guðmundur hvort kollegi hans hjá Kaupási hafi hreinlega ekki verið í vinnunni. Bónus hafi alla vega ávallt lagt sig fram við að hafa lægsta verðið. Krónan hefur blásið til sóknar á matvörumarkaði með allt að fjórðungslækkun á ákveðnum tegundum matvæla í dag. Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss sem rekur Krónuverslanirnar, segir tímabært að virkja samkeppni milli lágvöruverðsverslana hér á landi. Að hans sögn er þetta gert til að mæta kröfum viðskiptavina um hagstæðara verðlag og auka samkeppni á lágvöruverðsmarkaði sem hann segir ekki hafa verið nægilega mikla fyrir. Ástæðuna fyrir því segir hann líta svo út að einn aðili hafi verið með yfirburðastöðu á markaðinum en neytendur vilji meiri samkeppni. Aðspurður hvers vegna verð Krónunnar hafi ekki verið lægra í ljósi þess að verslununum hafi verið komið á laggirnar til að veita t.a.m. Bónus samkeppni í lágvöruverðsverlsun, segir Sigurður að tiltölulega stutt sé síðan nýir eigendur hafi komið að fyrirtækinu og upp frá því hafi þeir verið að kynna sér reksturinn og gera hagræðingar í honum, t.d. með því að endursemja við birgja. Spurður hvort Krónan sé núna með lægra vöruverð en Bónus eða einungis sambærilegt segir hann að þeir muni leggja sig alla fram við að tryggja neytendum samkeppnishæft verð á hverjum tíma á helstu neysluvörum heimilisins. Kaupás rekur tólf Krónuverslanir: á höfuðborgarsvæðinu, á Þorlákshöfn, Selfossi, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum en bráðlega verður opnuð ný Krónuverslun á Reyðarfirði. Auk þess rekur Kaupás verslanir Nóatúns og 11-11. Hagar reka 23 Bónusverslanir auk verslana undir nafni Hagkaupa og 10-11
Neytendur Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira