Niðurstöðu að vænta hjá RÚV? 11. mars 2005 00:01 Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ætlar ekki að veita nein viðtöl um ráðningu á nýjum og umdeildum fréttastjóra útvarps í dag, og hugsanlega ekki fyrr en eftir helgi. Þessar upplýsingar fengust á skrifstofu hans í morgun. Hann sagði þó í gær við Stöð 2 að það stæði ekki til að draga ráðninguna til baka. Stjórn Félags fréttamanna hittist klukkan tíu í morgun til að undirbúa tillögur um aðgerðir en fram kom í gær að uppsagnir væru íhugaðar. Nú stendur yfir fundur allra í félaginu með fulltrúa frá BHM sem ætlar að fara yfir þau úrræði sem löglegt er að grípa til. Enginn fréttatími hefur fallið niður í morgun og slíkt mun ekki standa til. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að hún líti það alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins „hagi sér með þessum hætti“, eins og hún orðar það, og mun þar vera að vísa til þess að fréttir klukkan tíu í gærmorgun voru felldar niður. Þorgerður var spurð að því í gær, af fréttamanni Stöðvar 2 á Akureyri, hvort hún ætlaði að gera eitthvað til að höggva á hnútinn og svaraði því til að hún hefði enga heimild til þess. Það væri lögbrot. Spurð hvort fréttamenn geti unnið með Markúsi Erni, í ljósi þess að Félag fréttamanna hafi lýst yfir vantrausti á hann sem útvarpsstjóra, sagðist Þorgerður telja að það sé mögulegt og vísar í því sambandi í góða útkomu RÚV í könnunum um fréttaflutning. Það kemur fyrir að Völva vikunnar reynist sannspá. Hún spáði við upphaf þessa árs átökum á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Sagði hún að það yrðu heilmiklar deilur og leiðindi á fréttastofunni, og segir svo orðrétt: „Þar á bæ má engu breyta og allt of margir vilja stjórna.“ Síðar segir hún: „Bogi Ágústsson á í erfiðleikum með fólkið sitt á RÚV og virðist vera einangraður,“ og í því sambandi má hafa í huga að Bogi mælti sérstaklega með fimm umsækjendum um fréttastjórastöðuna. Auðun Georg var ekki einn af þeim. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ætlar ekki að veita nein viðtöl um ráðningu á nýjum og umdeildum fréttastjóra útvarps í dag, og hugsanlega ekki fyrr en eftir helgi. Þessar upplýsingar fengust á skrifstofu hans í morgun. Hann sagði þó í gær við Stöð 2 að það stæði ekki til að draga ráðninguna til baka. Stjórn Félags fréttamanna hittist klukkan tíu í morgun til að undirbúa tillögur um aðgerðir en fram kom í gær að uppsagnir væru íhugaðar. Nú stendur yfir fundur allra í félaginu með fulltrúa frá BHM sem ætlar að fara yfir þau úrræði sem löglegt er að grípa til. Enginn fréttatími hefur fallið niður í morgun og slíkt mun ekki standa til. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að hún líti það alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins „hagi sér með þessum hætti“, eins og hún orðar það, og mun þar vera að vísa til þess að fréttir klukkan tíu í gærmorgun voru felldar niður. Þorgerður var spurð að því í gær, af fréttamanni Stöðvar 2 á Akureyri, hvort hún ætlaði að gera eitthvað til að höggva á hnútinn og svaraði því til að hún hefði enga heimild til þess. Það væri lögbrot. Spurð hvort fréttamenn geti unnið með Markúsi Erni, í ljósi þess að Félag fréttamanna hafi lýst yfir vantrausti á hann sem útvarpsstjóra, sagðist Þorgerður telja að það sé mögulegt og vísar í því sambandi í góða útkomu RÚV í könnunum um fréttaflutning. Það kemur fyrir að Völva vikunnar reynist sannspá. Hún spáði við upphaf þessa árs átökum á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Sagði hún að það yrðu heilmiklar deilur og leiðindi á fréttastofunni, og segir svo orðrétt: „Þar á bæ má engu breyta og allt of margir vilja stjórna.“ Síðar segir hún: „Bogi Ágústsson á í erfiðleikum með fólkið sitt á RÚV og virðist vera einangraður,“ og í því sambandi má hafa í huga að Bogi mælti sérstaklega með fimm umsækjendum um fréttastjórastöðuna. Auðun Georg var ekki einn af þeim.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira