Ögurstund rennur senn upp 25. júlí 2005 00:01 Klukkan tifar og senn líður að því að Davíð Oddsson utanríkisráðherra taki stefnumarkandi ákvörðun um það hvort Ísland standi við fyrri áform sín um að sækja um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og hefji kosningabaráttu í því skyni. Málið má rekja aftur til ársins 1998 þegar ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins ákvað að Ísland yrði í framboði til Öryggisráðsins árið 2008 og tæki sæti í ráðinu árið 2009 og 2010. Til að svo megi verða þarf Ísland að hafa betur í viðureigninni við Tyrkland og Austurríki. Vart þarf að taka fram að Ísland hefur aldrei átt sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Þó er hefð fyrir því að Norðurlöndin taki þar sæti á fjögurra ára fresti og haldi þar sæti tvö ár í senn. Röðin var komin að Finnum þegar Íslendingar gerðu vart við sig og fóru fram á að vera hleypt inn í röðina. Vera má að Finnar hafi tekið þessu fengins hendi enda hafa þeir í nægu að snúast á vettvangi Evrópusambandsins, en þar verða þeir í forsæti á næsta ári. Að líkindum hefðu þeir átt erfitt með að einbeita sér að kosningabaráttu um sæti í öryggisráðinu fyrr en árið 2007. Í augum Norðurlandanna og annarra þjóða sem láta sig málið varða eru Íslendingar tvístígandi. Þannig verður það þar til Davíð Oddsson utanríkisráðherra tekur endanlega afstöðu um aðildarumsóknina og þar með væntanlega kosningabaráttu með tilheyrandi kostnaði. Hinn 29. apríl síðastliðinn sagði Davíð á Alþingi: "Áfram er unnið að undirbúningi að framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Áleitnar spurningar hafa þó komið upp í mínum huga varðandi kostnað við framboðið og setu Íslands í ráðinu árin 2009 og 2010. Ljóst er að á brattann verður að sækja gegn keppinautunum, en auk Íslands eru Austurríki og Tyrkland í framboði til þeirra tveggja sæta sem tilheyra Vesturlandahópnum svonefnda. Það er óneitanlega miður að honum skuli ekki hafa tekist að komast að samkomulagi um að einungis tvö ríki væru í framboði þannig að smærri aðildarríkjum gæfist kostur á að taka þátt í störfum öryggisráðsins án þess að þurfa að leggja í dýra og erfiða kosningabaráttu. Í utanríkisráðuneytinu var gerð kostnaðaráætlun upp á rúmar 600 milljónir króna vegna kosningabaráttunnar og setunnar í ráðinu. Gera verður ráð fyrir að þegar líði á kosningabaráttuna aukist harkan í henni enn frekar en orðið er og þar með kostnaðurinn. Af þessum ástæðum öllum hefur framboð Íslands verið til skoðunar, sem lýkur á næstu vikum. Ef halda á framboðinu áfram má ekki bíða mikið lengur með að hefja kosningabaráttuna af fullum krafti". Tveir kostir virðast nú vera í stöðunni. Annars vegar getur Ísland dregið umsókn sína til baka, borið við miklum kostnaði og fyrirhöfn ellegar vonlausri stöðu þar sem vandaverk verði að telja tvær af hverjum þremur aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna, eða að minnsta kosti fulltrúa 120 þjóða, á að greiða Íslandi atkvæði í baráttunni um sæti í öryggisráðinu. Hins vegar gæti Ísland haldið fast við fyrri ákvörðun sína um aðildarumsókn, hellt sér út í kosningabaráttu og "tapað" með sæmd ef svo ber undir. Þessi kostur væri Norðurlöndunum sjálfsagt þóknanlegur úr því sem komið er og alls ekkert er gefið að slagurinn sé fyrir fram tapaður. Ýmsir telja að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi alla tíð haft meiri áhuga á málinu en Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Um þetta skal ekkert fullyrt en þegar grannt er skoðað getur aðild að öryggisráðinu verið fýsileg fyrir Ísland. Í fyrsta lagi njóta löndin í öryggisráðinu mikillar athygli innan Sameinuðu þjóðanna og rödd Íslands kynni að verða hærri og skýrari. Í öðru lagi gæti Ísland getið sér gott orð og öðlast virðingu sem friðelskandi þjóð eða þjóð sem af heilindum reyndi að byggja upp friðsamlegri heim. Í þriðja lagi þykir ekki síður mikilsvert að Ísland axli ábyrgð sem ein ríkasta þjóð veraldar miðað við höfðatölu. Hún gæti til dæmis lagt þjóðum Afríku og Asíu til þekkingu varðandi viðbrögð við náttúruhamförum á borð við eldgos og jarðskjálfta svo nokkuð sé nefnt. Vera má að aukinn áhugi stjórnvalda á málefnum Asíu og Afríku sé vísbending um að utanríkisráðherra haldi sig þrátt fyrir allt við fyrri áform stjórnvalda um framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og taki kosningaslaginn. Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Klukkan tifar og senn líður að því að Davíð Oddsson utanríkisráðherra taki stefnumarkandi ákvörðun um það hvort Ísland standi við fyrri áform sín um að sækja um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og hefji kosningabaráttu í því skyni. Málið má rekja aftur til ársins 1998 þegar ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins ákvað að Ísland yrði í framboði til Öryggisráðsins árið 2008 og tæki sæti í ráðinu árið 2009 og 2010. Til að svo megi verða þarf Ísland að hafa betur í viðureigninni við Tyrkland og Austurríki. Vart þarf að taka fram að Ísland hefur aldrei átt sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Þó er hefð fyrir því að Norðurlöndin taki þar sæti á fjögurra ára fresti og haldi þar sæti tvö ár í senn. Röðin var komin að Finnum þegar Íslendingar gerðu vart við sig og fóru fram á að vera hleypt inn í röðina. Vera má að Finnar hafi tekið þessu fengins hendi enda hafa þeir í nægu að snúast á vettvangi Evrópusambandsins, en þar verða þeir í forsæti á næsta ári. Að líkindum hefðu þeir átt erfitt með að einbeita sér að kosningabaráttu um sæti í öryggisráðinu fyrr en árið 2007. Í augum Norðurlandanna og annarra þjóða sem láta sig málið varða eru Íslendingar tvístígandi. Þannig verður það þar til Davíð Oddsson utanríkisráðherra tekur endanlega afstöðu um aðildarumsóknina og þar með væntanlega kosningabaráttu með tilheyrandi kostnaði. Hinn 29. apríl síðastliðinn sagði Davíð á Alþingi: "Áfram er unnið að undirbúningi að framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Áleitnar spurningar hafa þó komið upp í mínum huga varðandi kostnað við framboðið og setu Íslands í ráðinu árin 2009 og 2010. Ljóst er að á brattann verður að sækja gegn keppinautunum, en auk Íslands eru Austurríki og Tyrkland í framboði til þeirra tveggja sæta sem tilheyra Vesturlandahópnum svonefnda. Það er óneitanlega miður að honum skuli ekki hafa tekist að komast að samkomulagi um að einungis tvö ríki væru í framboði þannig að smærri aðildarríkjum gæfist kostur á að taka þátt í störfum öryggisráðsins án þess að þurfa að leggja í dýra og erfiða kosningabaráttu. Í utanríkisráðuneytinu var gerð kostnaðaráætlun upp á rúmar 600 milljónir króna vegna kosningabaráttunnar og setunnar í ráðinu. Gera verður ráð fyrir að þegar líði á kosningabaráttuna aukist harkan í henni enn frekar en orðið er og þar með kostnaðurinn. Af þessum ástæðum öllum hefur framboð Íslands verið til skoðunar, sem lýkur á næstu vikum. Ef halda á framboðinu áfram má ekki bíða mikið lengur með að hefja kosningabaráttuna af fullum krafti". Tveir kostir virðast nú vera í stöðunni. Annars vegar getur Ísland dregið umsókn sína til baka, borið við miklum kostnaði og fyrirhöfn ellegar vonlausri stöðu þar sem vandaverk verði að telja tvær af hverjum þremur aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna, eða að minnsta kosti fulltrúa 120 þjóða, á að greiða Íslandi atkvæði í baráttunni um sæti í öryggisráðinu. Hins vegar gæti Ísland haldið fast við fyrri ákvörðun sína um aðildarumsókn, hellt sér út í kosningabaráttu og "tapað" með sæmd ef svo ber undir. Þessi kostur væri Norðurlöndunum sjálfsagt þóknanlegur úr því sem komið er og alls ekkert er gefið að slagurinn sé fyrir fram tapaður. Ýmsir telja að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi alla tíð haft meiri áhuga á málinu en Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Um þetta skal ekkert fullyrt en þegar grannt er skoðað getur aðild að öryggisráðinu verið fýsileg fyrir Ísland. Í fyrsta lagi njóta löndin í öryggisráðinu mikillar athygli innan Sameinuðu þjóðanna og rödd Íslands kynni að verða hærri og skýrari. Í öðru lagi gæti Ísland getið sér gott orð og öðlast virðingu sem friðelskandi þjóð eða þjóð sem af heilindum reyndi að byggja upp friðsamlegri heim. Í þriðja lagi þykir ekki síður mikilsvert að Ísland axli ábyrgð sem ein ríkasta þjóð veraldar miðað við höfðatölu. Hún gæti til dæmis lagt þjóðum Afríku og Asíu til þekkingu varðandi viðbrögð við náttúruhamförum á borð við eldgos og jarðskjálfta svo nokkuð sé nefnt. Vera má að aukinn áhugi stjórnvalda á málefnum Asíu og Afríku sé vísbending um að utanríkisráðherra haldi sig þrátt fyrir allt við fyrri áform stjórnvalda um framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og taki kosningaslaginn.
Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira