Sport

Ron Artest sveik mig

Larry Bird segir að Ron Artest hafi svikið sig og félagið, en Indiana er nú í óðaönn að koma honum sem lengst í burtu frá liðinu
Larry Bird segir að Ron Artest hafi svikið sig og félagið, en Indiana er nú í óðaönn að koma honum sem lengst í burtu frá liðinu NordicPhotos/GettyImages

Körfuboltagoðsögnin Larry Bird, sem gegnir embætti forseta Indiana Pacers, hefur nú fyrst tjáð sig opinberlega um uppátæki Ron Artest á dögunum, þegar hann fór fram á að verða skipt frá félaginu og lagði þar með grunninn að því að eyðileggja tímabilið fyrir liðinu líkt og í fyrra.

"Ég veit ekki hvort það er rétta orðið til að lýsa því hvernig mér leið, en mér fannst ég illa svikinn. Ég er vonsvikinn. Ron er frábær leikmaður og án efa einn af 12 bestu leikmönnum í deildinni. Mér fannst alltaf fínt að vinna með honum á körfuboltavellinum, en nú þurfum við bara að halda áfram og einbeita okkur að framtíðinni. Nú er nóg komið, Ron á sér framtíð, en hún er ekki hér hjá félaginu," sagði Bird.

Indiana tjaldar nú öllu til að losa sig við Artest, en Bird og félagar vilja helst reyna að skipta honum í Vesturdeildina. Bird segir þó að hvort sem það verði í skiptum fyrir valrétti eða leikmenn skipti ekki höfuðmáli, aðalmálið sé að koma Artest í burtu til að laga andann í liðinu sem hefur beðið hnekki síðan leikmaðurinn bað um að fá að fara frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×