Ekki bein pólitísk afskipti 14. febrúar 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skýrt frá því að afnotagjöld Ríkisútvarpsins verði afnumin og stofnunin fjármögnuð með öðrum leiðum. Þá er í skoðun að breyta fyrirkomulagi útvarpsráðs, sem nú er skipað fulltrúum stjórnmálaflokkanna, í þá veru að stjórnmálaflokkar munu ekki lengur hafa bein afskipti af rekstri Ríkisútvarpsins. Páll Þórhallsson, fyrrum lögfræðingur í fjölmiðladeild Evrópuráðsins, hefur sagt við Fréttablaðið að staða Ríkisútvarpsins sé sú sama og tíðkist í löndum Austur-Evrópu og Evrópuráðið hefur verið að reyna að koma á betri veg. Hann sagði að tryggja þurfi sjálfstæði Ríkisútvarpsins hér á landi og koma ætti á fót sjálfstæðri stofnun sem sjái um að úthluta útvarpsleyfum og hafa eftirlit með starfsemi útvarpsstöðva. "Í þeim löndum Austur-Evrópu þar sem þetta er ekki í lagi hefur Evrópuráðið reynt að hvetja til þess að komið verði á fót fyrirkomulagi á útvarpsráði þar sem ríkisstjórnarmeirihlutinn er ekki með meirihluta. Fremur ættu frjáls félagasamtök að skipa þriðjung meðlima til að tryggja að ekki geti eitt stjórnmálaafl eða ríkisstjórnarmeirihluti ráðið ferðinni í slíku ráði," sagði Páll. Viðbrögð við ESA-rannsókn Síðstliðið vor barst íslenska ríkinu kæra frá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, varðandi innheimtu áskriftargjalda Ríkisútvarpsins. Ástæða þótti til að kanna hvort RÚV hefði rétt á að innheimta skylduáskriftargjöld og fá um leið rekstrarfé af auglýsingatekjum, en einnig hvort ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins væri varið á lögmætan hátt og í samræmi við skyldur Ríkisútvarpsins. Af því tilefni sagði Amund Utne, yfirmaður ríkisstyrkjanefndar ESA, við Fréttablaðið að ríkisstyrkir til almenningsútvarps þurfi að vera í réttu hlutfalli við kostnaðinn við að sinna skyldum almenningsútvarps. "Á Íslandi er vandamálið hins vegar það að hvorki hefur verið skilgreint hvað felst í orðinu ríkisstyrkir né hvað nákvæmlega má skilgreina sem skyldur Ríkisútvarpsins," sagði hann. Því þurfi að skilgreina hlutverk RÚV áður en komast megi að niðurstöðu um nákvæmlega í hvað megi verja ríkisstyrkjum til stofnunarinnar. Ekkert athugavert við ríkisstyrki til almenningsútvarps "Það er ekkert athugavert að ríkisstyrkir séu notaðir til að fjármagna almenningsútvarp. Það er þó alltaf vafaatriði þegar almenningsútvarp sem fjármagnað er með afnotagjöldum á einnig að keppa á auglýsingamarkaði," sagði Utne. Hann segir að meginhluti fjármögnunar RÚV sé með afnotagjöldum. "Spurningin er hins vegar sú, hvort mögulegt sé að tekjurnar af afnotagjöldunum séu notaðar í annað en það sem einungis megi skilgreina sem skyldur almenningsútvarps. Það er eitt af því sem við munum skoða," sagði Utne. Að sögn Utne er staða RÚV ekki einstök í Evrópu. ESA er einnig að skoða málefni norska ríkissjónvarpsins um þessar mundir og er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins með málefni almenningsútvarps í nokkrum Evrópulöndum í skoðun. Skilgreina þarf skyldur RÚV "Við höfum spurt íslensk yfirvöld að því hvort fjármunum til Ríkisútvarpsins sé varið í annað en það sem flokka megi sem skyldur Ríkisútvarpsins. Til þess að geta svarað því þarf að skilgreina betur skyldur RÚV," sagði Utne. "ESA hefur tileinkað sér viðmiðunarreglur fyrir ríkisútvarp sem eru sambærilegar reglum Evrópusambandsins. Í reglunum eru ákvæði um hvernig skilgreina megi ríkisstyrki til þessara stofnana. Það er svo sem í góðu lagi að veita styrki til ríkisútvarps. Það má hins vegar spyrja að því hvað eru ríkisstyrkir og hvað ekki. Eru áskriftargjöld ríkisstyrkir? Við þurfum að skera úr um það," sagði hann. Ríkisstyrkir til almenningsútvarps þurfa að vera í réttu hlutfalli við kostnaðinn við að sinna skyldum þess. Tekjur af afnotagjöldum RÚV voru rúmir tveir milljarðar á árinu 2003 og auglýsingatekjur voru um 850 milljónir. Samkvæmt viðmiðunarreglum ESA ætti kostnaður RÚV vegna skyldna vegna almenningsútvarps því að vera tveir milljarðar, en kostnaður við dagskrárgerð var alls rúmir tveir milljarðar - hið sama og kostnaður við dagskrárgerð Stöðvar 2 á sama tímabili. Fimmtán ára krafa Afnám afnotagjalda er einn liður í því að tryggja að RÚV standist viðmiðunarreglur ESA. Þá þarf samkvæmt þeim að skilgreina hlutverk stofnunarinnar, líkt og menntamálaráðherra hyggst nú gera með nýju frumvarpi um starfsemi RÚV sem lagt verður fram nú á vorþingi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa sérfræðingar á sviði Evrópulaga, almannaútvarps og ríkisstyrkja ítrekað lagt það fram við yfirvöld, allt frá árinu 1991, að skilgreina þurfi skyldur RÚV, en íslensk stjórnvöld hafi verið treg til að bregðast við því þangað til nú. Viðmiðunarreglurnar gera ráð fyrir að takmarka verði þá opinberu fjármögnun sem tryggja eigi að almenningsútvarpið fái sinnt þeim skyldum sem skilgreindar hafi verið. Þá þarf að meta hversu mikil þörf er á þjónustu í almannaþágu og hve hlutfall hennar eigi að vera. Þá verði að meta hvort þjónustan feli í sér of mikil framlög frá ríkinu. Jafnframt er talið nauðsynlegt að halda aðgreindum fjárhag til verkefna sem flokkast undir skylduhlutverk RÚV og annarra verkefna. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skýrt frá því að afnotagjöld Ríkisútvarpsins verði afnumin og stofnunin fjármögnuð með öðrum leiðum. Þá er í skoðun að breyta fyrirkomulagi útvarpsráðs, sem nú er skipað fulltrúum stjórnmálaflokkanna, í þá veru að stjórnmálaflokkar munu ekki lengur hafa bein afskipti af rekstri Ríkisútvarpsins. Páll Þórhallsson, fyrrum lögfræðingur í fjölmiðladeild Evrópuráðsins, hefur sagt við Fréttablaðið að staða Ríkisútvarpsins sé sú sama og tíðkist í löndum Austur-Evrópu og Evrópuráðið hefur verið að reyna að koma á betri veg. Hann sagði að tryggja þurfi sjálfstæði Ríkisútvarpsins hér á landi og koma ætti á fót sjálfstæðri stofnun sem sjái um að úthluta útvarpsleyfum og hafa eftirlit með starfsemi útvarpsstöðva. "Í þeim löndum Austur-Evrópu þar sem þetta er ekki í lagi hefur Evrópuráðið reynt að hvetja til þess að komið verði á fót fyrirkomulagi á útvarpsráði þar sem ríkisstjórnarmeirihlutinn er ekki með meirihluta. Fremur ættu frjáls félagasamtök að skipa þriðjung meðlima til að tryggja að ekki geti eitt stjórnmálaafl eða ríkisstjórnarmeirihluti ráðið ferðinni í slíku ráði," sagði Páll. Viðbrögð við ESA-rannsókn Síðstliðið vor barst íslenska ríkinu kæra frá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, varðandi innheimtu áskriftargjalda Ríkisútvarpsins. Ástæða þótti til að kanna hvort RÚV hefði rétt á að innheimta skylduáskriftargjöld og fá um leið rekstrarfé af auglýsingatekjum, en einnig hvort ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins væri varið á lögmætan hátt og í samræmi við skyldur Ríkisútvarpsins. Af því tilefni sagði Amund Utne, yfirmaður ríkisstyrkjanefndar ESA, við Fréttablaðið að ríkisstyrkir til almenningsútvarps þurfi að vera í réttu hlutfalli við kostnaðinn við að sinna skyldum almenningsútvarps. "Á Íslandi er vandamálið hins vegar það að hvorki hefur verið skilgreint hvað felst í orðinu ríkisstyrkir né hvað nákvæmlega má skilgreina sem skyldur Ríkisútvarpsins," sagði hann. Því þurfi að skilgreina hlutverk RÚV áður en komast megi að niðurstöðu um nákvæmlega í hvað megi verja ríkisstyrkjum til stofnunarinnar. Ekkert athugavert við ríkisstyrki til almenningsútvarps "Það er ekkert athugavert að ríkisstyrkir séu notaðir til að fjármagna almenningsútvarp. Það er þó alltaf vafaatriði þegar almenningsútvarp sem fjármagnað er með afnotagjöldum á einnig að keppa á auglýsingamarkaði," sagði Utne. Hann segir að meginhluti fjármögnunar RÚV sé með afnotagjöldum. "Spurningin er hins vegar sú, hvort mögulegt sé að tekjurnar af afnotagjöldunum séu notaðar í annað en það sem einungis megi skilgreina sem skyldur almenningsútvarps. Það er eitt af því sem við munum skoða," sagði Utne. Að sögn Utne er staða RÚV ekki einstök í Evrópu. ESA er einnig að skoða málefni norska ríkissjónvarpsins um þessar mundir og er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins með málefni almenningsútvarps í nokkrum Evrópulöndum í skoðun. Skilgreina þarf skyldur RÚV "Við höfum spurt íslensk yfirvöld að því hvort fjármunum til Ríkisútvarpsins sé varið í annað en það sem flokka megi sem skyldur Ríkisútvarpsins. Til þess að geta svarað því þarf að skilgreina betur skyldur RÚV," sagði Utne. "ESA hefur tileinkað sér viðmiðunarreglur fyrir ríkisútvarp sem eru sambærilegar reglum Evrópusambandsins. Í reglunum eru ákvæði um hvernig skilgreina megi ríkisstyrki til þessara stofnana. Það er svo sem í góðu lagi að veita styrki til ríkisútvarps. Það má hins vegar spyrja að því hvað eru ríkisstyrkir og hvað ekki. Eru áskriftargjöld ríkisstyrkir? Við þurfum að skera úr um það," sagði hann. Ríkisstyrkir til almenningsútvarps þurfa að vera í réttu hlutfalli við kostnaðinn við að sinna skyldum þess. Tekjur af afnotagjöldum RÚV voru rúmir tveir milljarðar á árinu 2003 og auglýsingatekjur voru um 850 milljónir. Samkvæmt viðmiðunarreglum ESA ætti kostnaður RÚV vegna skyldna vegna almenningsútvarps því að vera tveir milljarðar, en kostnaður við dagskrárgerð var alls rúmir tveir milljarðar - hið sama og kostnaður við dagskrárgerð Stöðvar 2 á sama tímabili. Fimmtán ára krafa Afnám afnotagjalda er einn liður í því að tryggja að RÚV standist viðmiðunarreglur ESA. Þá þarf samkvæmt þeim að skilgreina hlutverk stofnunarinnar, líkt og menntamálaráðherra hyggst nú gera með nýju frumvarpi um starfsemi RÚV sem lagt verður fram nú á vorþingi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa sérfræðingar á sviði Evrópulaga, almannaútvarps og ríkisstyrkja ítrekað lagt það fram við yfirvöld, allt frá árinu 1991, að skilgreina þurfi skyldur RÚV, en íslensk stjórnvöld hafi verið treg til að bregðast við því þangað til nú. Viðmiðunarreglurnar gera ráð fyrir að takmarka verði þá opinberu fjármögnun sem tryggja eigi að almenningsútvarpið fái sinnt þeim skyldum sem skilgreindar hafi verið. Þá þarf að meta hversu mikil þörf er á þjónustu í almannaþágu og hve hlutfall hennar eigi að vera. Þá verði að meta hvort þjónustan feli í sér of mikil framlög frá ríkinu. Jafnframt er talið nauðsynlegt að halda aðgreindum fjárhag til verkefna sem flokkast undir skylduhlutverk RÚV og annarra verkefna.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira