Innlent

Nefnd heimsækir Kína

Opinber heimsókn Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, til Kína hefst í dag og stendur fram á þriðjudag í næstu viku. Halldór heimsækir landið ásamt Kristrúnu Eymundsdóttur eiginkonu sinni í boði forseta kínverska þingsins.Með í för eru varaforsetar Alþingis Guðmundur Árni Stefánsson og kona hans, Jónína Bjartmarz og eiginmaður og Sólveig Pétursdóttir ásamt forstöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis. Í tilkynningu Alþingis kemur fram að sendinefndin heimsæki meðal annars Peking, Chengdu og Shanghai. Rætt verður við forseta og varaforseta kínverska þingsins, fulltrúa ríkisstjórnar og fleiri ráðamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×