Innlent

Dagskrárstjórn hjá starfsmönnum

 Jóhann Hauksson dagskrárstjóri sagði starfi sínu lausu í síðustu viku, eftir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri tilkynnti ákvörðun sína að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra útvarps. Jóhann lét af störfum þá þegar. Á bilinu 30 - 40 manns starfa á þessum stöðvum, að sögn Dóru. Dóra sagði að ekki tíðkaðist í útvarpsgeira RÚV að þar væru "varamenn á einhverjum póstum." "Við erum að ganga frá þessum málum, þannig að þetta muni ganga snurðulaust," sagði hún, en kvaðst ekki vilja tjá sig um hverjir myndu taka dagskrárstjórn að sér, þar til staðan yrði auglýst. "Þetta er ekkert einfalt mál að leysa á einum degi. Það er ekki komið svo langt að ákvörðun liggi fyrir um hvenær þetta verður auglýst," sagði Dóra. Hún sagði tímann myndu leiða í ljós hvort auglýst yrði eftir einum einstaklingi eða fleirum til að annast dagskrárstjórn á Rás 2 og svæðisstöðvunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×