Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea var í dag útnefndur leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hann skoraði sex mörk í fjórum leikjum Chelsea í október, þar sem Chelsea náði í níu stig af tólf mögulegum.
Lampard er markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar, sem er frábær árangur í ljósi þess að hann spilar á miðjunni hjá Chelsea.