Þykkur reykjamökkur var í göngunum, svo þykkur að hann hindraði útsýni. Voru blásarar ræstir til að hreinsa göngin. Lögreglan á Ísafirði hafði í fleiru að snúast um og upp úr áramótunum. Í fyrrinótt kom dyravörður úr Krúsinni og kærði árás. Þar hafði einn dansgestur séð sig knúinn til að skalla hann í andlitið. Fór dyravörðurinn á sjúkrahúsið á ísafirði til skoðunar og aðhlynningar.