Lögreglufréttir 6. janúar 2005 00:01 Kona flutt á sjúkrahús Klippa þurfti farþega úr bíl á Akureyri á hádegi í gær. Hann var fluttur á slysadeild. Samkvæmt vakthafandi lækni var hann lagður inn en er ekki alvarlega slasaður. Ökumaður fólksbíls sem hann sat í beygði í veg fyrir annan þegar hann ók af Þórunnarstræti að innkeyrslu sjúkrahússins. Ökumenn sluppu ómeiddir. Innbrot á Akureyri Brotist var inn í Vídeóborg við Hólabraut á Akureyri í fyrrinótt. Skiptimynt og annað smálegt hvarf. Lögreglan á Akureyri er með málið í rannsókn. Upp úr rásum götunnar Ekki urðu slys á fólki þegar tveir fólksbílar lentu í árekstri á Fossheiði á Selfossi. Bílarnir eru stórskemmdir. Annar þeirra rann upp úr klakaförum á Fossheiði og lenti framan á hinum sem kom úr gagnstæðri átt. Atvikið varð klukkan tuttugu mínútur í tólf í gær. Viðbúnaðarstigi aflýst Allt er komið í eðlilegt horf á Patreksfirði. Götur bæjarins hafa verið mokaðar sem og milli byggða. Öllu viðbúnaðarstigi var aflýst í gær, að sögn lögreglunnar á staðnum. Umferðaróhapp á Húsavík Minniháttar árekstur tveggja fólksbíla varð á mótum Garðarsbrautar og Þverholts á Húsavík klukkan rúmlega fimm á miðvikudag. Engin slys urðu á fólki. Mikill snjór er í bænum og háir ruðningar sem byrgir ökumönnum sýn. Lögreglan á Húsavík segir orsök árekstursins ókunna. Bílarnir séu eitthvað tjónaðir. Bíll út af við Mánarbakka Bíll rann út af við Mánarbakka norðan Húsavíkur. Ökumann sakaði ekki. Hann var einn í bílnum og kallaði til björgunarsveitina Garðar sem dró bílinn aftur upp á veg á öflugum björgunarsveitarbíl með spili. Atvikið varð rétt upp úr klukkan sjö á miðvikudagskvöldið. Valt við Bláa lónið Ökumaður missti stjórn á bifreið sem valt á Grindavíkurvegi til móts við Bláa lónið klukkan eitt í gærdag. Hann meiddist lítillega og var fluttur á slysadeild til skoðunar. Bifreiðin var færð í burtu með kranabifreið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Kona flutt á sjúkrahús Klippa þurfti farþega úr bíl á Akureyri á hádegi í gær. Hann var fluttur á slysadeild. Samkvæmt vakthafandi lækni var hann lagður inn en er ekki alvarlega slasaður. Ökumaður fólksbíls sem hann sat í beygði í veg fyrir annan þegar hann ók af Þórunnarstræti að innkeyrslu sjúkrahússins. Ökumenn sluppu ómeiddir. Innbrot á Akureyri Brotist var inn í Vídeóborg við Hólabraut á Akureyri í fyrrinótt. Skiptimynt og annað smálegt hvarf. Lögreglan á Akureyri er með málið í rannsókn. Upp úr rásum götunnar Ekki urðu slys á fólki þegar tveir fólksbílar lentu í árekstri á Fossheiði á Selfossi. Bílarnir eru stórskemmdir. Annar þeirra rann upp úr klakaförum á Fossheiði og lenti framan á hinum sem kom úr gagnstæðri átt. Atvikið varð klukkan tuttugu mínútur í tólf í gær. Viðbúnaðarstigi aflýst Allt er komið í eðlilegt horf á Patreksfirði. Götur bæjarins hafa verið mokaðar sem og milli byggða. Öllu viðbúnaðarstigi var aflýst í gær, að sögn lögreglunnar á staðnum. Umferðaróhapp á Húsavík Minniháttar árekstur tveggja fólksbíla varð á mótum Garðarsbrautar og Þverholts á Húsavík klukkan rúmlega fimm á miðvikudag. Engin slys urðu á fólki. Mikill snjór er í bænum og háir ruðningar sem byrgir ökumönnum sýn. Lögreglan á Húsavík segir orsök árekstursins ókunna. Bílarnir séu eitthvað tjónaðir. Bíll út af við Mánarbakka Bíll rann út af við Mánarbakka norðan Húsavíkur. Ökumann sakaði ekki. Hann var einn í bílnum og kallaði til björgunarsveitina Garðar sem dró bílinn aftur upp á veg á öflugum björgunarsveitarbíl með spili. Atvikið varð rétt upp úr klukkan sjö á miðvikudagskvöldið. Valt við Bláa lónið Ökumaður missti stjórn á bifreið sem valt á Grindavíkurvegi til móts við Bláa lónið klukkan eitt í gærdag. Hann meiddist lítillega og var fluttur á slysadeild til skoðunar. Bifreiðin var færð í burtu með kranabifreið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira