Vill gögn um ákvörðunartöku 18. janúar 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill fá tæmandi lista yfir símtöl, samtöl, fundi og samskipti vegna ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Hann segir blasa við að lög hafi verið brotin við framkvæmdina og að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu orðnir margsaga í málinu. Ríkistjórn Íslands kom saman í morgun, daginn eftir að forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að stjórnin í heild hefði ekki tekið ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak. Það gerðu Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars 2003 þar sem málið hafði verið rætt. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sign um þessi mál að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Guðni Ágútsson gaf þá skýringu á orðum sínum um helgina, þegar hann sagði ákvörðunina um stuðning við stríðið í Írak orka tvímælis, að gamalt íslenskt orðtak segði allt orkaði tvímælis þá gert væri. Mergur málsins eftir Jón G. Friðjósson segir að tvímæli sé efi, vafi, vafamál eða skiptar skoðanir. Að eitthvað orki tvímælis merkir að eitthvað sé hæpið eða vafi leiki á einhverju. Steingrímur J. Sigfússon telur ákvörðunina orka tvímælis og rúmlega það. Ekki séu öll kurl komin til grafar. Hann segir foyrstumenn ríkisstjórnarinnar ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og þess vegna sé allur þessi vandræðagangur. Þess vegna séu menn orðnir margsaga og beri ekki saman við þingmenn í eigin flokki. Ráðherrum beri ekki einu sinni saman eða formanni og varaformann sama flokks. Málið sé því alltaf að verða klúðurslegra. Steingrímur segir málið farið að minna sig á Tamílamálið í Danmörku sem varð ríkisstjórn Pauls Schluters að falli. Guðni Ágústsson var inntur eftir því hvort friður væri í Framsóknarflokknum um Íraksmálið og þá svaraði hann: „Þetta er auðvitað umdeilt mál og hér fær þetta mikla umræðu í samfélaginu. Mér hefur stundum fundist að verið sé að rengja bæði atburðarásina og ákvarðanatökuna þannig að nú liggur sannleikurinn fyrir.“ Hann var aftur spurður að því hvort friður væri í flokknum. Þá sagði hann: „Þetta er mikið rætt í þjóðfélaginu en mér finnst mest um vert að Írakar sjálfir séu þakklátir að illmennið er komið á bak við lás og slá og bíður síns dóms. Hann hafði drepið milljón manns og var heimsfriðnum stórhættulegur þannig að nú eru kosningar þar fram undan og þar ríkir betra ástand.“ Enn var hann spurður hvort friður væri í Framsóknarflokkunum um Íraksmálið. Þá svaraði Guðni: „Við höfum rætt þetta mál. Við erum lýðræðislegur flokkur sem ræðum öll stór mál. Þessi mál eru til umræðu í Framsóknarflokknum eins og í öllum öðrum stjórnmálaflokkum og ég vona að nú sé þar friður.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill fá tæmandi lista yfir símtöl, samtöl, fundi og samskipti vegna ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Hann segir blasa við að lög hafi verið brotin við framkvæmdina og að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu orðnir margsaga í málinu. Ríkistjórn Íslands kom saman í morgun, daginn eftir að forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að stjórnin í heild hefði ekki tekið ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak. Það gerðu Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars 2003 þar sem málið hafði verið rætt. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sign um þessi mál að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Guðni Ágútsson gaf þá skýringu á orðum sínum um helgina, þegar hann sagði ákvörðunina um stuðning við stríðið í Írak orka tvímælis, að gamalt íslenskt orðtak segði allt orkaði tvímælis þá gert væri. Mergur málsins eftir Jón G. Friðjósson segir að tvímæli sé efi, vafi, vafamál eða skiptar skoðanir. Að eitthvað orki tvímælis merkir að eitthvað sé hæpið eða vafi leiki á einhverju. Steingrímur J. Sigfússon telur ákvörðunina orka tvímælis og rúmlega það. Ekki séu öll kurl komin til grafar. Hann segir foyrstumenn ríkisstjórnarinnar ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og þess vegna sé allur þessi vandræðagangur. Þess vegna séu menn orðnir margsaga og beri ekki saman við þingmenn í eigin flokki. Ráðherrum beri ekki einu sinni saman eða formanni og varaformann sama flokks. Málið sé því alltaf að verða klúðurslegra. Steingrímur segir málið farið að minna sig á Tamílamálið í Danmörku sem varð ríkisstjórn Pauls Schluters að falli. Guðni Ágústsson var inntur eftir því hvort friður væri í Framsóknarflokknum um Íraksmálið og þá svaraði hann: „Þetta er auðvitað umdeilt mál og hér fær þetta mikla umræðu í samfélaginu. Mér hefur stundum fundist að verið sé að rengja bæði atburðarásina og ákvarðanatökuna þannig að nú liggur sannleikurinn fyrir.“ Hann var aftur spurður að því hvort friður væri í flokknum. Þá sagði hann: „Þetta er mikið rætt í þjóðfélaginu en mér finnst mest um vert að Írakar sjálfir séu þakklátir að illmennið er komið á bak við lás og slá og bíður síns dóms. Hann hafði drepið milljón manns og var heimsfriðnum stórhættulegur þannig að nú eru kosningar þar fram undan og þar ríkir betra ástand.“ Enn var hann spurður hvort friður væri í Framsóknarflokkunum um Íraksmálið. Þá svaraði Guðni: „Við höfum rætt þetta mál. Við erum lýðræðislegur flokkur sem ræðum öll stór mál. Þessi mál eru til umræðu í Framsóknarflokknum eins og í öllum öðrum stjórnmálaflokkum og ég vona að nú sé þar friður.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira