Lögreglufréttir 24. janúar 2005 00:01 Innbrot í Fossvogi Brotist var inn í hús í Fossvogi snemma á mánudagsmorgni. Eldhúsgluggi var spenntur upp og lyfjum, skólatösku, áfengi, sundpoka og peningum stolið. Málið er í rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. Ölvaðir undir stýri Átta ökumenn voru teknir af lögreglunni í Reykjavík grunaðir um ölvun við akstur um helgina. Nítján voru teknir fyrir of hraðan akstur. Tilkynnt var um 31 umferðaróhapp þar sem tjón varð á eignum til lögreglunnar yfir helgina. Bifreið stolið í Breiðholti Silfurgrárri Nissan Sunny bifreið, árgerð 1989, var stolið fyrir framan Breiðholtssundlaug seinnipart sunnudags. Eigandi bifreiðarinnar hafði brugðið sér í sund með dóttur sinni um sex leytið. Þegar feðginin komu upp úr lauginni, tveimur tímum seinna, var bíllinn horfinn. Lögreglan auglýsir eftir bílnum. Númer hans er JJ 669. Partí á sunnudegi Tvö útköll bárust lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni aðfaranótt mánudags vegna hávaða í partíum í heimahúsum, annað í Keflavík og hitt í Sandgerði. Margítrekuð afskipti Mikil og almenn ölvun virtist vera í öllu umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Lögreglan þurfti margsinnis að hafa afskipti af ölvuðu fólki, bæði á veitingastöðum og í heimahúsum. Á vef lögreglunnar segir að ástandið hafi verið viðvarandi, bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Umdæmi lögreglunnar nær til Garðabæjar og út á Álftanes. Lítið að gera á Selfossi Vikan var róleg hjá lögreglunni á Selfossi. Um 200 verkefni voru skráð hjá lögreglunni, sem segir þau að jafnaði á fjórða hundrað. Hraðakstur á Selfossi Ökumenn þriggja bifreiða voru teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Selfossi í gær. Tveir bílanna mældust á 109 kílómetra hraða en sá þriðji á 112. Allir voru bílarnir utan þéttbýlis, á Eyrarabakkavegi, Þorlákshafnarvegi og Biskupstungnabraut. Óhapp við Torfastaði Bíll rann í hálku á hjólbarða veghefils klukkan tíu í gærmorgun. Varð óhappið á Biskulstungnabraut við Torfastaði. Óverulegar skemmdir urðu á bifreiðinni og engin meiðsl á fólki, samkvæmt lögreglunni á Selfossi. Fylgst með hraðakstri Hálkulaust er á vegum Húnavatnssýslna. Lögreglan á Blönduósi segir hraðann aukast í umferðinni fyrir vikið. Hún verður því við hraðaeftirlit. Lögreglan á Sauðárkróki segir enn hálku á vegum Skagafjarðar. Umferðaróhapp á Búlandshöfða Stýrisbúnaður bifreiðar eyðilagðist þegar ökumaður keyrði á grjót sem fallið hafði úr hlíðum Búlandshöfða og lent á veginum milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en hann var einn í bílnum. Skyggni var slæmt þegar óhappið varð. Bifreiðin var dregin burt með kranabíl. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Innbrot í Fossvogi Brotist var inn í hús í Fossvogi snemma á mánudagsmorgni. Eldhúsgluggi var spenntur upp og lyfjum, skólatösku, áfengi, sundpoka og peningum stolið. Málið er í rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. Ölvaðir undir stýri Átta ökumenn voru teknir af lögreglunni í Reykjavík grunaðir um ölvun við akstur um helgina. Nítján voru teknir fyrir of hraðan akstur. Tilkynnt var um 31 umferðaróhapp þar sem tjón varð á eignum til lögreglunnar yfir helgina. Bifreið stolið í Breiðholti Silfurgrárri Nissan Sunny bifreið, árgerð 1989, var stolið fyrir framan Breiðholtssundlaug seinnipart sunnudags. Eigandi bifreiðarinnar hafði brugðið sér í sund með dóttur sinni um sex leytið. Þegar feðginin komu upp úr lauginni, tveimur tímum seinna, var bíllinn horfinn. Lögreglan auglýsir eftir bílnum. Númer hans er JJ 669. Partí á sunnudegi Tvö útköll bárust lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni aðfaranótt mánudags vegna hávaða í partíum í heimahúsum, annað í Keflavík og hitt í Sandgerði. Margítrekuð afskipti Mikil og almenn ölvun virtist vera í öllu umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Lögreglan þurfti margsinnis að hafa afskipti af ölvuðu fólki, bæði á veitingastöðum og í heimahúsum. Á vef lögreglunnar segir að ástandið hafi verið viðvarandi, bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Umdæmi lögreglunnar nær til Garðabæjar og út á Álftanes. Lítið að gera á Selfossi Vikan var róleg hjá lögreglunni á Selfossi. Um 200 verkefni voru skráð hjá lögreglunni, sem segir þau að jafnaði á fjórða hundrað. Hraðakstur á Selfossi Ökumenn þriggja bifreiða voru teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Selfossi í gær. Tveir bílanna mældust á 109 kílómetra hraða en sá þriðji á 112. Allir voru bílarnir utan þéttbýlis, á Eyrarabakkavegi, Þorlákshafnarvegi og Biskupstungnabraut. Óhapp við Torfastaði Bíll rann í hálku á hjólbarða veghefils klukkan tíu í gærmorgun. Varð óhappið á Biskulstungnabraut við Torfastaði. Óverulegar skemmdir urðu á bifreiðinni og engin meiðsl á fólki, samkvæmt lögreglunni á Selfossi. Fylgst með hraðakstri Hálkulaust er á vegum Húnavatnssýslna. Lögreglan á Blönduósi segir hraðann aukast í umferðinni fyrir vikið. Hún verður því við hraðaeftirlit. Lögreglan á Sauðárkróki segir enn hálku á vegum Skagafjarðar. Umferðaróhapp á Búlandshöfða Stýrisbúnaður bifreiðar eyðilagðist þegar ökumaður keyrði á grjót sem fallið hafði úr hlíðum Búlandshöfða og lent á veginum milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en hann var einn í bílnum. Skyggni var slæmt þegar óhappið varð. Bifreiðin var dregin burt með kranabíl.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent