Verðhækkanir komu á óvart 26. janúar 2005 00:01 Fólk víðs vegar á landsbyggðinni óttast verðhækkanir á raforku vegna breytinga á raforkulögum sem tóku gildi um áramót. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist hafa orðið vör við þetta á fundaherferð flokksins um landið. "Það verður að finna lausn á þessu því að málið hefur komið upp á öllum fundum sem við höfum haldið," segir Drífa. Hún samþykkti lögin í haust en segist hafa haft efasemdir eins og aðrir. "Við gagnrýndum mörg frumvarpið vegna þess að við óttuðumst að það leiddi til verðhækkana en annað var fullyrt. Þess vegna kom þessi niðurstaða í bakið á okkur þingmönnum". Í umræðum á alþingi í nóvember á liðnu ári sagðist Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ekki vilja fullyrði neitt verðbreytingar í kjölfar lagabreytinga. Hún sagði þó að reynsla margra annarra landa væri sú að verðið lækkaði. Ef af hækkun yrði þá yrði hún teljandi í einhverjum hundraðköllum á ári. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndaflokksins, segir hins vegar líkur á að húshitunarkostnaður í dreifbýli hækki um 75 prósent og í þéttbýli um 35 prósent. Hækkanirnar verði því mestar hjá þeim sem þegar greiði hæstu rafmagnsreikningana, það er þeirra sem kynda hús sín með rafmagni. Hann nefnir sem dæmi að reikningar fjölskylda á Borðeyri sem greiðir nú um 115.000 krónur í húshitunarkostnað á ári muni hækka um 86.000 krónur og fjölskylda í þéttbýli á Snæfellsnesi greiði nú 200.000 krónur á ári en greiði 270.000 krónur eftir breytingarnar. Sigurjón segir þetta óskiljanlegt í ljósi margtugginnar fullyrðingar iðnaðarráðherra um að ekki verði til neinn kostnaður við breytingarnar. Drífa Hjartardóttir segir að það þurfi að auka niðurgreiðslu á raforku til þeirra sem fara verst út úr breytingunum. Sérstaklega fólks í sveit, garðyrkjubænda og fiskeldis. Hún segir að kostnaður við kerfið sé greinilega meiri nú en áður vegna þess að nú sjái þrír aðilar um verk sem einn sinnti áður. Einn framleiði raforkuna, annar dreifi og sá þriðji selji. "Það segir sig sjálft að þetta hlýtur að leiða til verðhækkunar." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Fólk víðs vegar á landsbyggðinni óttast verðhækkanir á raforku vegna breytinga á raforkulögum sem tóku gildi um áramót. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist hafa orðið vör við þetta á fundaherferð flokksins um landið. "Það verður að finna lausn á þessu því að málið hefur komið upp á öllum fundum sem við höfum haldið," segir Drífa. Hún samþykkti lögin í haust en segist hafa haft efasemdir eins og aðrir. "Við gagnrýndum mörg frumvarpið vegna þess að við óttuðumst að það leiddi til verðhækkana en annað var fullyrt. Þess vegna kom þessi niðurstaða í bakið á okkur þingmönnum". Í umræðum á alþingi í nóvember á liðnu ári sagðist Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ekki vilja fullyrði neitt verðbreytingar í kjölfar lagabreytinga. Hún sagði þó að reynsla margra annarra landa væri sú að verðið lækkaði. Ef af hækkun yrði þá yrði hún teljandi í einhverjum hundraðköllum á ári. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndaflokksins, segir hins vegar líkur á að húshitunarkostnaður í dreifbýli hækki um 75 prósent og í þéttbýli um 35 prósent. Hækkanirnar verði því mestar hjá þeim sem þegar greiði hæstu rafmagnsreikningana, það er þeirra sem kynda hús sín með rafmagni. Hann nefnir sem dæmi að reikningar fjölskylda á Borðeyri sem greiðir nú um 115.000 krónur í húshitunarkostnað á ári muni hækka um 86.000 krónur og fjölskylda í þéttbýli á Snæfellsnesi greiði nú 200.000 krónur á ári en greiði 270.000 krónur eftir breytingarnar. Sigurjón segir þetta óskiljanlegt í ljósi margtugginnar fullyrðingar iðnaðarráðherra um að ekki verði til neinn kostnaður við breytingarnar. Drífa Hjartardóttir segir að það þurfi að auka niðurgreiðslu á raforku til þeirra sem fara verst út úr breytingunum. Sérstaklega fólks í sveit, garðyrkjubænda og fiskeldis. Hún segir að kostnaður við kerfið sé greinilega meiri nú en áður vegna þess að nú sjái þrír aðilar um verk sem einn sinnti áður. Einn framleiði raforkuna, annar dreifi og sá þriðji selji. "Það segir sig sjálft að þetta hlýtur að leiða til verðhækkunar."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira