Eru ekki nógu góðir 28. janúar 2005 00:01 Það er morgunljóst að þau markmið sem Viggó Sigurðsson setti fyrir HM í Túnis voru of háleit. Það varð endanlega ljóst í gær þegar Rússar pökkuðu Íslendingum saman í síðari hálfleik og sigruðu með sjö marka mun, 22-29, en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Þar sem Tékkar unnu Slóvena þá er nokkuð ljóst að liðið kemst ekki áfram í milliriðil og er á leið heim. Rússar voru yfir, 5-0, þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum en þá varð að gera hlé í rúmar tíu mínútur þar sem hluti gólfsins var sleipur og stórhættulegur. Þetta hlé kom íslenska liðinu vel því þeir voru mikið grimmari í kjölfarið og áttu stórkostlegan kafla þar sem þeir skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 5-9 í 10-9. Hálfleikstölur voru 12-12 sem var ótrúleg staða þar sem Ísland hafði lent fimm mörkum undir og þar að auki klúðrað fjölda dauðafæra og gert marga tæknifeila. Það var allt of mikill æsingur í strákunum í upphafi síðari hálfleiks. Það átti að keyra yfir Rússa en allur þessi hasar skilaði slæmum skotum og Rússar fengu fjölda dauðafæra sem þeir skoruðu úr. Rússar voru því komnir með fín tök á leiknum snemma í síðari hálfleik og því taki slepptu þeir aldrei heldur bættu þeir við. Íslenska liðið átti engin svör og Rússar unnu mjög verðskuldaðan sigur. Brotalamirnar í leik liðsins sáust greinilega enn á ný gegn Rússum. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik var svipaður og í fyrri leikjum á mótinu – mjög slakur. Það er alveg klárt að íslenska liðið vinnur ekki þjóðir eins og Rússland, Tékkland og Slóveníu á meðan það leikur ekki betri varnarleik. Það er ekki flóknara en það. Stöðugleikinn er heldur enginn og það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í upphafi seinni hálfeikja. Þá hrynur varnarleikurinn endanlega sem og markvarslan. Til að bæta gráu ofan á svart þá var Ólafur Stefánsson fjarri sínu besta í gær og fann sig hvorki í skyttustöðu né á miðjunni en hann leikur oftast ekki vel á miðjunni gegn 3/2/1 vörn. Það eru margir ljósir punktar í leik íslenska liðsins á mótinu. Liðið er efnilegt en er einfaldlega ekki nógu gott til þess að etja kappi við þá bestu eins og staðan er í dag. Þess vegna er það á leiðinni heim. Liðið hefur það með sér að það er ungt að árum og getur eingöngu tekið framförum á næstu árum. Efniviðurinn er til staðar og Viggó verður að vera þolinmóður í uppbyggingu liðsins. Þetta mót var ekki gott en liðið mætir til leiks reynslunni ríkari á það næsta. henry@frettabladid.is Íslenski handboltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Það er morgunljóst að þau markmið sem Viggó Sigurðsson setti fyrir HM í Túnis voru of háleit. Það varð endanlega ljóst í gær þegar Rússar pökkuðu Íslendingum saman í síðari hálfleik og sigruðu með sjö marka mun, 22-29, en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Þar sem Tékkar unnu Slóvena þá er nokkuð ljóst að liðið kemst ekki áfram í milliriðil og er á leið heim. Rússar voru yfir, 5-0, þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum en þá varð að gera hlé í rúmar tíu mínútur þar sem hluti gólfsins var sleipur og stórhættulegur. Þetta hlé kom íslenska liðinu vel því þeir voru mikið grimmari í kjölfarið og áttu stórkostlegan kafla þar sem þeir skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 5-9 í 10-9. Hálfleikstölur voru 12-12 sem var ótrúleg staða þar sem Ísland hafði lent fimm mörkum undir og þar að auki klúðrað fjölda dauðafæra og gert marga tæknifeila. Það var allt of mikill æsingur í strákunum í upphafi síðari hálfleiks. Það átti að keyra yfir Rússa en allur þessi hasar skilaði slæmum skotum og Rússar fengu fjölda dauðafæra sem þeir skoruðu úr. Rússar voru því komnir með fín tök á leiknum snemma í síðari hálfleik og því taki slepptu þeir aldrei heldur bættu þeir við. Íslenska liðið átti engin svör og Rússar unnu mjög verðskuldaðan sigur. Brotalamirnar í leik liðsins sáust greinilega enn á ný gegn Rússum. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik var svipaður og í fyrri leikjum á mótinu – mjög slakur. Það er alveg klárt að íslenska liðið vinnur ekki þjóðir eins og Rússland, Tékkland og Slóveníu á meðan það leikur ekki betri varnarleik. Það er ekki flóknara en það. Stöðugleikinn er heldur enginn og það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í upphafi seinni hálfeikja. Þá hrynur varnarleikurinn endanlega sem og markvarslan. Til að bæta gráu ofan á svart þá var Ólafur Stefánsson fjarri sínu besta í gær og fann sig hvorki í skyttustöðu né á miðjunni en hann leikur oftast ekki vel á miðjunni gegn 3/2/1 vörn. Það eru margir ljósir punktar í leik íslenska liðsins á mótinu. Liðið er efnilegt en er einfaldlega ekki nógu gott til þess að etja kappi við þá bestu eins og staðan er í dag. Þess vegna er það á leiðinni heim. Liðið hefur það með sér að það er ungt að árum og getur eingöngu tekið framförum á næstu árum. Efniviðurinn er til staðar og Viggó verður að vera þolinmóður í uppbyggingu liðsins. Þetta mót var ekki gott en liðið mætir til leiks reynslunni ríkari á það næsta. henry@frettabladid.is
Íslenski handboltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira