Víglína þvert yfir eldhúsborðið 29. janúar 2005 00:01 Merði Árnasyni, alþingismanni Samfylkingarinnar, er vandi á höndum. Vinir hans til margra ára - ef ekki áratuga - Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir munu næstu fjóra mánuði takast á um pólitískt líf eða dauða. Mörður hefur átt frumkvæði að því að fá landsfundi flokksins flýtt enn meir en orðið er og segir að jafnvel þótt kosningabaráttan yrði stytt um mánuð væri það til vinnandi: "Það yrði á hvorugt þeirra hallað". Mörður hefur enn ekki gert upp hug sinn og segist ekki munu gera það fyrr en nær muni draga. Margar Samfylkingarfjölskyldur eru klofnar í afstöðu sinni. Og allir eru sammála um að sá klofningur eigi eftir að aukast. Mörður bendir á að þarna sé tekin mjög tilfinningaleg afstaða: "Það er mjög erfitt að sjá ákveðna hópar fylkja sér undir merki frambjóðendanna eftir tilteknum straumum, aldri, kyni, búsetu og alls ekki eftir því hvar menn voru í gömlu flokkunum." Óskar Guðmundsson blaðamaður er sérfróður um málefni vinstrihreyfingarinnar og hann talar um klofning við eldhúsborðið. Hann bendir á úr hve líku umhverfi Ingibjörg Sólrún og Össur séu sprottin og á þá ekki aðeins við að makar þeirra Árný og Hjörleifur Sveinbjörnsbörn séu systkini: "Þau voru bæði leiðtogar róttækra stúdenta og hafa meira eða minna verið í sömu kreðsum þótt þau hafi ekki orðið flokkssystkini fyrr en tiltölulega nýlega." Það er ekkert nýtt í íslenskum stjórnmálum að boðið sé fram á móti sitjandi formanni í stjórnmálaflokki. Langoftast hefur það gerst í Alþýðuflokknum og oft var það varaformaður sem hjólaði í formann sinn þótt ekki væri það regla. Þannig steypti Kjartan Jóhannsson Benedikt Gröndal, Jón Baldvin Kjartani og Jóhanna Sigurðardóttir reyndi að leika sama leikinn við Jón Baldvin, að ekki sé minnst á uppgjör Hannibals Valdimarssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar og svo Hannibals og Haraldar Guðmundssonar. Í hinum helsta forvera Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokki, og síðar Alþýðubandalagi tíðkaðist ekki að bítast um formannsembætti. "Formaður mátti bara sitja tvö kjörtímabil í Alþýðubandalaginu og það leysti vandann að hluta," segir Óskar Guðmundsson, höfundur sögu Alþýðubandalagsins. Engu að síður varð Ólafur Ragnar Grímsson formaður eftir hatramma baráttu gegn Sigríði Stefánsdóttur - fulltrúa "flokkseigendaklíkunnar" - og Margrét Frímannsdóttir arftaki hans eftir afdrifaríkan kosningasigur gegn Steingrími J. Sigfússyni. Þetta kom ekki upp á af eðlilegum ástæðum í formannslausum Kvennalista Kosningin á milli Össurar og Ingibjargar Sólrúnar er hins vegar fyrsta kosning á milli formanns og varaformanns í íslenskum stjórnmálaflokki í hálfan annan áratug. Óskar Guðmundsson bendir á að ekki sé jafn langsótt og ætla mætti að bera þessar kosningar saman: "Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson voru vinir og komu úr sama hópi í flokknum, rétt eins og Össur og Ingibjörg Sólrún." Og raunar er það ekki einsdæmi að kosið sé á milli venslaðra vina og nægir að horfa til Danmerkur. Þar vék Poul Nyrup Rasmussen ekki aðeins úr leiðtogasæti jafnaðarmanna fyrir Mogens Lykketoft heldur vék einnig fyrir honum í hjónarúminu því Lykketoft tók saman við fyrri konu forvera síns. Lykketoft á nú á brattann að sækja í kosningabaráttunni í Danmörku, sem stendur aðeins í mánuð. Baráttan í Samfylkingunni mun að óbreyttu standa í fjóra mánuði og þar er ást við innbyrðis jafnt í fjölskyldu sem stjórnmálaflokki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Merði Árnasyni, alþingismanni Samfylkingarinnar, er vandi á höndum. Vinir hans til margra ára - ef ekki áratuga - Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir munu næstu fjóra mánuði takast á um pólitískt líf eða dauða. Mörður hefur átt frumkvæði að því að fá landsfundi flokksins flýtt enn meir en orðið er og segir að jafnvel þótt kosningabaráttan yrði stytt um mánuð væri það til vinnandi: "Það yrði á hvorugt þeirra hallað". Mörður hefur enn ekki gert upp hug sinn og segist ekki munu gera það fyrr en nær muni draga. Margar Samfylkingarfjölskyldur eru klofnar í afstöðu sinni. Og allir eru sammála um að sá klofningur eigi eftir að aukast. Mörður bendir á að þarna sé tekin mjög tilfinningaleg afstaða: "Það er mjög erfitt að sjá ákveðna hópar fylkja sér undir merki frambjóðendanna eftir tilteknum straumum, aldri, kyni, búsetu og alls ekki eftir því hvar menn voru í gömlu flokkunum." Óskar Guðmundsson blaðamaður er sérfróður um málefni vinstrihreyfingarinnar og hann talar um klofning við eldhúsborðið. Hann bendir á úr hve líku umhverfi Ingibjörg Sólrún og Össur séu sprottin og á þá ekki aðeins við að makar þeirra Árný og Hjörleifur Sveinbjörnsbörn séu systkini: "Þau voru bæði leiðtogar róttækra stúdenta og hafa meira eða minna verið í sömu kreðsum þótt þau hafi ekki orðið flokkssystkini fyrr en tiltölulega nýlega." Það er ekkert nýtt í íslenskum stjórnmálum að boðið sé fram á móti sitjandi formanni í stjórnmálaflokki. Langoftast hefur það gerst í Alþýðuflokknum og oft var það varaformaður sem hjólaði í formann sinn þótt ekki væri það regla. Þannig steypti Kjartan Jóhannsson Benedikt Gröndal, Jón Baldvin Kjartani og Jóhanna Sigurðardóttir reyndi að leika sama leikinn við Jón Baldvin, að ekki sé minnst á uppgjör Hannibals Valdimarssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar og svo Hannibals og Haraldar Guðmundssonar. Í hinum helsta forvera Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokki, og síðar Alþýðubandalagi tíðkaðist ekki að bítast um formannsembætti. "Formaður mátti bara sitja tvö kjörtímabil í Alþýðubandalaginu og það leysti vandann að hluta," segir Óskar Guðmundsson, höfundur sögu Alþýðubandalagsins. Engu að síður varð Ólafur Ragnar Grímsson formaður eftir hatramma baráttu gegn Sigríði Stefánsdóttur - fulltrúa "flokkseigendaklíkunnar" - og Margrét Frímannsdóttir arftaki hans eftir afdrifaríkan kosningasigur gegn Steingrími J. Sigfússyni. Þetta kom ekki upp á af eðlilegum ástæðum í formannslausum Kvennalista Kosningin á milli Össurar og Ingibjargar Sólrúnar er hins vegar fyrsta kosning á milli formanns og varaformanns í íslenskum stjórnmálaflokki í hálfan annan áratug. Óskar Guðmundsson bendir á að ekki sé jafn langsótt og ætla mætti að bera þessar kosningar saman: "Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson voru vinir og komu úr sama hópi í flokknum, rétt eins og Össur og Ingibjörg Sólrún." Og raunar er það ekki einsdæmi að kosið sé á milli venslaðra vina og nægir að horfa til Danmerkur. Þar vék Poul Nyrup Rasmussen ekki aðeins úr leiðtogasæti jafnaðarmanna fyrir Mogens Lykketoft heldur vék einnig fyrir honum í hjónarúminu því Lykketoft tók saman við fyrri konu forvera síns. Lykketoft á nú á brattann að sækja í kosningabaráttunni í Danmörku, sem stendur aðeins í mánuð. Baráttan í Samfylkingunni mun að óbreyttu standa í fjóra mánuði og þar er ást við innbyrðis jafnt í fjölskyldu sem stjórnmálaflokki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira