Hagnast þrátt fyrir sektir 1. febrúar 2005 00:01 Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður segir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála gefa þau skilaboð að menn hagnist á því að brjóta af sér. Hagnaður olíufélaganna af samráðinu sé enn um fjórir milljarðar þó að sektir hefðu verið greiddar. "Það er spurning hvernig eigi að þróa þjóðfélagið þannig að lögum sé hlýtt. Ef fólk er sammála um að frjálsi markaðurinn sé að virka vel fyrir þjóðfélagið og neytendur verður að gæta þess að þeir sem vilja eyðileggja frjálsa markaðinn komist ekki upp með það," segir Jón. Eggert Ólafsson héraðsdómslögmaður segir úrskurðinn staðfesta að mikið samráð olíufélaganna hafi verið á almenni verðlagningu á eldsneyti á árunum 1993 til 2001. Jafnframt segi í úrskurðinum að samráðið hafi aukist frá árinu 1996 þrátt fyrir að félögin hafi haldið öðru fram. Í langflestum tilvikum staðfestir áfrýjunarnefndin að samráð hafi verið um útboð olíufélaganna og markaðsskiptingu á landsbyggðinni. "Ég tel áfrýjunarnefndina fara full þröngt í að meta sektirnar. Hún finnur að því að ekki séu nægjanleg rök færð til að sýna hver skaðsemi vegna samráðsins er, sem ég tel liggja í augum upp að hafi haft mikil keðjuverkandi áhrif á þjóðfélagið," segir Eggert. Hann bætir við að í öðrum úrskurðum áfrýjunarnefndarinnar megi sjá að hún telji sig hafa fulla heimild til að endurskoða ákvörðun samkeppnisráðs. Þannig hefði nefndin getað tekið meira tillit til skaðseminnar en þeir miðuðu aðeins við ávinninginn. Eggert segir áfrýjunarnefndina hafa tekið tillit til þess að launavísitala hefði hækkað meira en neysluvísitala þrátt fyrir að launakostnaður olíufélaganna hefði verið minni ef það hefði verið samkeppni. Jóni Magnússyni finnst ástæða til að skoða leiðir til að setja þunga refsiábyrgð á einstaklinga sem taka þátt í samráði sem þessu. Hann segir þá refsiábyrgð sem er í samkeppnislögum, þar sem hámark refsingar sé fjögur ár, ekki vera þunga. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Sjá meira
Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður segir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála gefa þau skilaboð að menn hagnist á því að brjóta af sér. Hagnaður olíufélaganna af samráðinu sé enn um fjórir milljarðar þó að sektir hefðu verið greiddar. "Það er spurning hvernig eigi að þróa þjóðfélagið þannig að lögum sé hlýtt. Ef fólk er sammála um að frjálsi markaðurinn sé að virka vel fyrir þjóðfélagið og neytendur verður að gæta þess að þeir sem vilja eyðileggja frjálsa markaðinn komist ekki upp með það," segir Jón. Eggert Ólafsson héraðsdómslögmaður segir úrskurðinn staðfesta að mikið samráð olíufélaganna hafi verið á almenni verðlagningu á eldsneyti á árunum 1993 til 2001. Jafnframt segi í úrskurðinum að samráðið hafi aukist frá árinu 1996 þrátt fyrir að félögin hafi haldið öðru fram. Í langflestum tilvikum staðfestir áfrýjunarnefndin að samráð hafi verið um útboð olíufélaganna og markaðsskiptingu á landsbyggðinni. "Ég tel áfrýjunarnefndina fara full þröngt í að meta sektirnar. Hún finnur að því að ekki séu nægjanleg rök færð til að sýna hver skaðsemi vegna samráðsins er, sem ég tel liggja í augum upp að hafi haft mikil keðjuverkandi áhrif á þjóðfélagið," segir Eggert. Hann bætir við að í öðrum úrskurðum áfrýjunarnefndarinnar megi sjá að hún telji sig hafa fulla heimild til að endurskoða ákvörðun samkeppnisráðs. Þannig hefði nefndin getað tekið meira tillit til skaðseminnar en þeir miðuðu aðeins við ávinninginn. Eggert segir áfrýjunarnefndina hafa tekið tillit til þess að launavísitala hefði hækkað meira en neysluvísitala þrátt fyrir að launakostnaður olíufélaganna hefði verið minni ef það hefði verið samkeppni. Jóni Magnússyni finnst ástæða til að skoða leiðir til að setja þunga refsiábyrgð á einstaklinga sem taka þátt í samráði sem þessu. Hann segir þá refsiábyrgð sem er í samkeppnislögum, þar sem hámark refsingar sé fjögur ár, ekki vera þunga.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Sjá meira