Stjórnarformaður vill milljarð 1. febrúar 2005 00:01 Herdís Á. Sæmundardóttir, varaþingmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkisstjórninni verði falið að veita einum milljarði króna til Byggðastofnunar. Ef tillagan nær fram að ganga getur eiginfé stofnunarinnar batnað um allt að rúman þriðjung en eigiðfé stofnunarinnar er í dag um 1,6 milljarðar króna. Útlánaheimildir stofnunarinnar nema nú 2,7 milljarða króna en óljóst er hvort þær verða nýttar að fullu á þessu ári. Verulegar uppgreiðslur hafa verið hjá Byggðastofnun en ekki er vitað nákvæmlega hversu miklar þær eru. "Tekjur okkar hafa dregist saman. Þessi breyting á fjármagnsmarkaði hefur komið okkur í klípu því að traustari lántakendur hafa greitt upp lán sín og eftir sitja lántakendur sem hafa ekki jafn traustan fjárhag. Bankarnir vilja þessi fyrirtæki ekki í viðskipti," segir Herdís Á. Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Byggðastofnun ber samkvæmt lögum að varðveita eiginfé sitt að raungildi. Ef Byggðastofnun fær milljarðinn styrkir það eiginfjárstöðu stofnunarinnar auk þess stofnunin fái bolmagn til að fylgja eftir átaksverkefnum, taka þátt í nýjum verkefnum og efla nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni. "Við höfum líka verið að glíma við útlánatöp í ýmsum greinum á undanförnum árum," segir hún. Spurð um það hvort Byggðastofnun sé orðin tímaskekkja kveðst Herdís telja tímabært að skoða stoðkerfi atvinnulífsins. Pétur Blöndal alþingismaður segist margoft hafa lagt til að Byggðastofnun verði lögð niður. Hann kveðst alfarið á móti þingsályktunartillögu Herdísar. Hann telur að styrk- og lánveitingar Byggðastofnunar virki eins og eiturlyf í byggðarlögum landsins því að það frestar því að tekið sé á vandanum og gefi mynd af góðri stöðu sem ekki er til staðar. Atvinnugreinar verði enn háðari ríkisstyrkjum og þetta geti verið mjög skaðlegt fyrir vel rekin fyrirtæki, sem þurfa að keppa við styrkt fyrirtæki, og landsbyggðina í heild sinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Herdís Á. Sæmundardóttir, varaþingmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkisstjórninni verði falið að veita einum milljarði króna til Byggðastofnunar. Ef tillagan nær fram að ganga getur eiginfé stofnunarinnar batnað um allt að rúman þriðjung en eigiðfé stofnunarinnar er í dag um 1,6 milljarðar króna. Útlánaheimildir stofnunarinnar nema nú 2,7 milljarða króna en óljóst er hvort þær verða nýttar að fullu á þessu ári. Verulegar uppgreiðslur hafa verið hjá Byggðastofnun en ekki er vitað nákvæmlega hversu miklar þær eru. "Tekjur okkar hafa dregist saman. Þessi breyting á fjármagnsmarkaði hefur komið okkur í klípu því að traustari lántakendur hafa greitt upp lán sín og eftir sitja lántakendur sem hafa ekki jafn traustan fjárhag. Bankarnir vilja þessi fyrirtæki ekki í viðskipti," segir Herdís Á. Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Byggðastofnun ber samkvæmt lögum að varðveita eiginfé sitt að raungildi. Ef Byggðastofnun fær milljarðinn styrkir það eiginfjárstöðu stofnunarinnar auk þess stofnunin fái bolmagn til að fylgja eftir átaksverkefnum, taka þátt í nýjum verkefnum og efla nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni. "Við höfum líka verið að glíma við útlánatöp í ýmsum greinum á undanförnum árum," segir hún. Spurð um það hvort Byggðastofnun sé orðin tímaskekkja kveðst Herdís telja tímabært að skoða stoðkerfi atvinnulífsins. Pétur Blöndal alþingismaður segist margoft hafa lagt til að Byggðastofnun verði lögð niður. Hann kveðst alfarið á móti þingsályktunartillögu Herdísar. Hann telur að styrk- og lánveitingar Byggðastofnunar virki eins og eiturlyf í byggðarlögum landsins því að það frestar því að tekið sé á vandanum og gefi mynd af góðri stöðu sem ekki er til staðar. Atvinnugreinar verði enn háðari ríkisstyrkjum og þetta geti verið mjög skaðlegt fyrir vel rekin fyrirtæki, sem þurfa að keppa við styrkt fyrirtæki, og landsbyggðina í heild sinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira