Flestir trúa á formannsskipti 2. febrúar 2005 00:01 Mikill meirihluti landsmanna telur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, samkvæmt skoðunakönnun sem Fréttablaðið lét gera. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja rúm 63 prósent að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður, en rúm 32 prósent telja að Össur Skarphéðinsson verði formaður Samfylkingarinnar. Rúm fjögur prósent telja að einhver annar verði formaður. Það eru því um helmingi fleiri sem telja að formannsskipti fari fram í Samfylkingunni í vor, en þeir sem telja að Össur verði áfram formaður. Mun fleiri konur telja að Ingibjörg verði næsti formaður flokksins, eða 58,3 prósent, á meðan 49,3 prósent karla telja að Ingibjörg verði formaður. Tæplega 24 prósent kvenna telja að Össur haldi áfram formennsku í flokknum, en 31 prósent karla. Þá telja aðeins fleiri af landsbyggðinni að Ingibjörg verði formaður, eða rúm 57 prósent á móti tæpum 52 prósentum á höfuðborgarsvæðinu. Tæp 30 prósent af landsbyggðinni telja að Össur haldi velli sem formaður, en 26 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins fleiri eru óákveðnir á höfuðborgarsvæðinu. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna verður niðurstaðan enn meira afgerandi. Það verður þó að hafa í huga að slíkar athuganir eru einungis vísbendingar um hvernig stuðningsmenn Samfylkingar telja að formannskjörið fari, þar sem stuðningsmenn Samfylkingar eru einungis um 160 og niðurstaðan því alls ekki marktæk. Af þeim telja þó 72 prósent að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður, en 20 prósent telja að Össur haldi áfram formennsku. Þetta bendir til að fleiri utan Samfylkingar telji að Össur haldi áfram að vera formaður, en innan flokksins. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 prósent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Tæp tvö prósent telja að einhver annar muni taka við formennsku í flokknum nú í vor. Hringt var í 800 manns 1. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hver telur þú að verði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. 81,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna telur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, samkvæmt skoðunakönnun sem Fréttablaðið lét gera. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja rúm 63 prósent að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður, en rúm 32 prósent telja að Össur Skarphéðinsson verði formaður Samfylkingarinnar. Rúm fjögur prósent telja að einhver annar verði formaður. Það eru því um helmingi fleiri sem telja að formannsskipti fari fram í Samfylkingunni í vor, en þeir sem telja að Össur verði áfram formaður. Mun fleiri konur telja að Ingibjörg verði næsti formaður flokksins, eða 58,3 prósent, á meðan 49,3 prósent karla telja að Ingibjörg verði formaður. Tæplega 24 prósent kvenna telja að Össur haldi áfram formennsku í flokknum, en 31 prósent karla. Þá telja aðeins fleiri af landsbyggðinni að Ingibjörg verði formaður, eða rúm 57 prósent á móti tæpum 52 prósentum á höfuðborgarsvæðinu. Tæp 30 prósent af landsbyggðinni telja að Össur haldi velli sem formaður, en 26 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins fleiri eru óákveðnir á höfuðborgarsvæðinu. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna verður niðurstaðan enn meira afgerandi. Það verður þó að hafa í huga að slíkar athuganir eru einungis vísbendingar um hvernig stuðningsmenn Samfylkingar telja að formannskjörið fari, þar sem stuðningsmenn Samfylkingar eru einungis um 160 og niðurstaðan því alls ekki marktæk. Af þeim telja þó 72 prósent að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður, en 20 prósent telja að Össur haldi áfram formennsku. Þetta bendir til að fleiri utan Samfylkingar telji að Össur haldi áfram að vera formaður, en innan flokksins. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 prósent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Tæp tvö prósent telja að einhver annar muni taka við formennsku í flokknum nú í vor. Hringt var í 800 manns 1. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hver telur þú að verði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. 81,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Sjá meira