Nýtt varðskip á næsta ári 8. febrúar 2005 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar. Þrír menn fóru í gærmorgunn til Danmerkur og Noregs til að skoða þrjár tegundir af skipum. Georg segir helst vera horft til millistórra fjölnotaskipa með dráttar-, björgunar-, rannsóknar- og mengunarbúnaði. Sjálfur fer Georg ásamt einum skipherra gæslunnar á fund fulltrúa danska sjóhersins í Danmörku á morgun. Eins reiknar hann með að senda menn út til Þýskalands í næstu viku til að skoða tilboð þaðan. Nýtt skip segir hann kosta á bilinu einn og hálfan til tvo milljarða í kaupum en hann býst við nýtt skip yrði leigt. Leiga á slíku skipi í tíu ár gæti kostað um það bil það sama og kaupverðið en munur felst í að ekki þarf að leggja út fé eða taka lán fyrir skipinu heldur yrði leiga greidd með ákveðnu milli bili. Eins væri þá um að ræða minni skuldbindingu. Þá hefur Landhelgisgæslan verið að kanna með Flugfélagi Íslands hvort flötur sé á sameiginlegum flugrekstri en ljós er að Fokker flugvéla Gæslunnar á ekki meira en tvö ár eftir. Aðallega eru fjórar tegundir flugvéla til skoðunar, þær eru allar um þrjátíu sæta fjölnota vélar framleiddar frá árinu 1998 til 2002. Ódýrast vélin sem er til skoðunar er Fokker 50 vél en með þeim búnaði sem þarf kostar slík vél um átta hundruð milljónir, þar af er búnaður fyrir um sex hundruð milljónir. Hinar vélarnar sem eru af tegundinni Dash 8, CASA C-295 Persuader og Dornier 328 eru um helmingi dýrari en verð búnaðarins er svipað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar. Þrír menn fóru í gærmorgunn til Danmerkur og Noregs til að skoða þrjár tegundir af skipum. Georg segir helst vera horft til millistórra fjölnotaskipa með dráttar-, björgunar-, rannsóknar- og mengunarbúnaði. Sjálfur fer Georg ásamt einum skipherra gæslunnar á fund fulltrúa danska sjóhersins í Danmörku á morgun. Eins reiknar hann með að senda menn út til Þýskalands í næstu viku til að skoða tilboð þaðan. Nýtt skip segir hann kosta á bilinu einn og hálfan til tvo milljarða í kaupum en hann býst við nýtt skip yrði leigt. Leiga á slíku skipi í tíu ár gæti kostað um það bil það sama og kaupverðið en munur felst í að ekki þarf að leggja út fé eða taka lán fyrir skipinu heldur yrði leiga greidd með ákveðnu milli bili. Eins væri þá um að ræða minni skuldbindingu. Þá hefur Landhelgisgæslan verið að kanna með Flugfélagi Íslands hvort flötur sé á sameiginlegum flugrekstri en ljós er að Fokker flugvéla Gæslunnar á ekki meira en tvö ár eftir. Aðallega eru fjórar tegundir flugvéla til skoðunar, þær eru allar um þrjátíu sæta fjölnota vélar framleiddar frá árinu 1998 til 2002. Ódýrast vélin sem er til skoðunar er Fokker 50 vél en með þeim búnaði sem þarf kostar slík vél um átta hundruð milljónir, þar af er búnaður fyrir um sex hundruð milljónir. Hinar vélarnar sem eru af tegundinni Dash 8, CASA C-295 Persuader og Dornier 328 eru um helmingi dýrari en verð búnaðarins er svipað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira