Afnotagjöld andstæð evrópulögum 13. febrúar 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun á næstu fjórum vikum leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um Ríkisútvarpið þar sem lagt er til að afnotagjöld verði afnumin. Með frumvarpinu er brugðist við gagnrýni ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem rannsakað hefur málefni Ríkisútvarpsins frá því í maí í fyrra. Ástæða þótti til að kanna hvort RÚV hafi rétt á að innheimta skylduáskriftargjöld og fá um leið rekstrarfé af auglýsingatekjum. Einnig þótti ástæða til að kanna hvort ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins sé varið á lögmætan hátt og í samræmi við skyldur Ríkisútvarpsins. "ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, er að fara yfir málefni Ríkisútvarpsins og almannaþjónustuhlutverk þess. Við þurfum að leggja frumvarpið fram á því formi að það standist kröfur ESA. Ýmislegt fleira kemur inn í þetta en einungis afnotagjöld," segir Þorgerður Katrín aðspurð. Eitt af því sem ESA hefur verið að skoða er hvort flokka eigi afnotagjöld RÚV sem ríkisstyrk. ESA hefur bent á að svo réttlæta megi ríkisstyrki til almenningsútvarps verði það að vera ljóst hverjar skyldur þess eru. Þá verði að vera skýr skil milli kostnaðar almenningsútvarpsins við að uppfylla þessar skyldur og annars kostnaðar, svo sem vegna dagskrárgerðar sem ekki má flokka undir þessar skyldur. Enn fremur skuli ríkisstyrkir til almenningsútvarpsins vera í réttu hlutfalli við kostnað vegna þessara skyldna. "Aðalatriðið er að skilið sé á milli almannaþjónustuhlutverks RÚV og þjónustu á samkeppnisgrundvelli og skilgreina í hverju almannaþjónustuhlutverkið felst. Við erum að skerpa á hlutverki RÚV og skilgreina nákvæmlega hvað falli þar undir," segir Þorgerður. Hún segist vongóð um að sátt verði um breytingarnar sem frumvarpið felur í sér. Aðspurð segir hún að ekki hafi enn verið ákveðið hvenær afnotagjöldin verði felld úr gildi, hvort það verði strax eða eftir nokkur ár. Þorgerður segir að farið hafi verið yfir nokkrar leiðir til þess að sjá stofnuninni fyrir rekstrarfé í stað afnotagjaldanna og verið sé að meta hvað sé heppilegast, annars vegar fyrir RÚV og hins vegar fyrir fólkið í landinu. Hún nefnir nefskatt eða fjárlög sem hugsanlegan möguleika, en einnig hafi verið rætt um að nýta megi persónuafsláttinn. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun á næstu fjórum vikum leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um Ríkisútvarpið þar sem lagt er til að afnotagjöld verði afnumin. Með frumvarpinu er brugðist við gagnrýni ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem rannsakað hefur málefni Ríkisútvarpsins frá því í maí í fyrra. Ástæða þótti til að kanna hvort RÚV hafi rétt á að innheimta skylduáskriftargjöld og fá um leið rekstrarfé af auglýsingatekjum. Einnig þótti ástæða til að kanna hvort ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins sé varið á lögmætan hátt og í samræmi við skyldur Ríkisútvarpsins. "ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, er að fara yfir málefni Ríkisútvarpsins og almannaþjónustuhlutverk þess. Við þurfum að leggja frumvarpið fram á því formi að það standist kröfur ESA. Ýmislegt fleira kemur inn í þetta en einungis afnotagjöld," segir Þorgerður Katrín aðspurð. Eitt af því sem ESA hefur verið að skoða er hvort flokka eigi afnotagjöld RÚV sem ríkisstyrk. ESA hefur bent á að svo réttlæta megi ríkisstyrki til almenningsútvarps verði það að vera ljóst hverjar skyldur þess eru. Þá verði að vera skýr skil milli kostnaðar almenningsútvarpsins við að uppfylla þessar skyldur og annars kostnaðar, svo sem vegna dagskrárgerðar sem ekki má flokka undir þessar skyldur. Enn fremur skuli ríkisstyrkir til almenningsútvarpsins vera í réttu hlutfalli við kostnað vegna þessara skyldna. "Aðalatriðið er að skilið sé á milli almannaþjónustuhlutverks RÚV og þjónustu á samkeppnisgrundvelli og skilgreina í hverju almannaþjónustuhlutverkið felst. Við erum að skerpa á hlutverki RÚV og skilgreina nákvæmlega hvað falli þar undir," segir Þorgerður. Hún segist vongóð um að sátt verði um breytingarnar sem frumvarpið felur í sér. Aðspurð segir hún að ekki hafi enn verið ákveðið hvenær afnotagjöldin verði felld úr gildi, hvort það verði strax eða eftir nokkur ár. Þorgerður segir að farið hafi verið yfir nokkrar leiðir til þess að sjá stofnuninni fyrir rekstrarfé í stað afnotagjaldanna og verið sé að meta hvað sé heppilegast, annars vegar fyrir RÚV og hins vegar fyrir fólkið í landinu. Hún nefnir nefskatt eða fjárlög sem hugsanlegan möguleika, en einnig hafi verið rætt um að nýta megi persónuafsláttinn.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Sjá meira