Fórum of mjúkum höndum um Roland 16. febrúar 2005 00:01 Átján daga bannið sem Roland Eradze, markvörður ÍBV, var dæmdur í af aganefnd HSÍ á þriðjudag hefur vakið furðu marga. Roland hefði samkvæmt lengd bannsins átt að missa af þremur leikjum en þar sem leik ÍBV og Þórs, sem fara átti fram í Vestmannaeyjum í gærkvöld, var frestað vegna ófærðar mun hann væntanlega missa af fjórum leikjum. Mörgum þykir Aganefnd HSÍ hafa farið mjúkum höndum um landsliðsmarkvörðinn þar sem framkoma hans í leik ÍR og ÍBV á laugardaginn var ófyrirgefanleg og Roland sjálfur var steinhissa á dómnum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í fyrradag. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland. Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann gæti að mörgu leyti tekið undir þá gagnrýni að dómurinn væri vægur "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl sem viðurkenndi að aganefndin hefði sennilega tilkynnt úrskurðinn of fljótt. "Við flýtum okkur of mikið og hefðum átt að gefa okkur meiri tíma," sagði Karl og þvertók fyrir að nefndin hafi verið beitt pressu af hálfu forystu HSÍ til að birta úrskurð eins fljótt og auðið var. Hann sagði þó slæmt að það vantaði skýrari reglur þegar hrækt eða slegið væri til dómara. "Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál en við dæmdum algjörlega út frá refsistigaskalanum. Ég hefði reyndar viljað sjá dómarana útiloka hann frá leiknum en það hefði þýtt átta refstig. Hann fékk hins vegar fimm refsistig fyrir rauða spjaldið og það kom aldrei annað til greina en að dæma hann í tímabundið bann. Niðurstaðan varð sú að hann fékk átján daga bann sem þýðir að hann missir af þremur leikjum en ég get staðfest að það ríkti ekki eining innan nefndarinnar um lengd bannsins. Við komumst hins vegar að þessari niðurstöðu og henni verður ekki breytt," sagði Karl, sem hefur, þrátt fyrir tuttugu ára starfsreynslu í aganefnd HSÍ, aldrei fengið mál þessu líkt inn á borð til sín. Íslenski handboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira
Átján daga bannið sem Roland Eradze, markvörður ÍBV, var dæmdur í af aganefnd HSÍ á þriðjudag hefur vakið furðu marga. Roland hefði samkvæmt lengd bannsins átt að missa af þremur leikjum en þar sem leik ÍBV og Þórs, sem fara átti fram í Vestmannaeyjum í gærkvöld, var frestað vegna ófærðar mun hann væntanlega missa af fjórum leikjum. Mörgum þykir Aganefnd HSÍ hafa farið mjúkum höndum um landsliðsmarkvörðinn þar sem framkoma hans í leik ÍR og ÍBV á laugardaginn var ófyrirgefanleg og Roland sjálfur var steinhissa á dómnum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í fyrradag. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland. Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann gæti að mörgu leyti tekið undir þá gagnrýni að dómurinn væri vægur "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl sem viðurkenndi að aganefndin hefði sennilega tilkynnt úrskurðinn of fljótt. "Við flýtum okkur of mikið og hefðum átt að gefa okkur meiri tíma," sagði Karl og þvertók fyrir að nefndin hafi verið beitt pressu af hálfu forystu HSÍ til að birta úrskurð eins fljótt og auðið var. Hann sagði þó slæmt að það vantaði skýrari reglur þegar hrækt eða slegið væri til dómara. "Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál en við dæmdum algjörlega út frá refsistigaskalanum. Ég hefði reyndar viljað sjá dómarana útiloka hann frá leiknum en það hefði þýtt átta refstig. Hann fékk hins vegar fimm refsistig fyrir rauða spjaldið og það kom aldrei annað til greina en að dæma hann í tímabundið bann. Niðurstaðan varð sú að hann fékk átján daga bann sem þýðir að hann missir af þremur leikjum en ég get staðfest að það ríkti ekki eining innan nefndarinnar um lengd bannsins. Við komumst hins vegar að þessari niðurstöðu og henni verður ekki breytt," sagði Karl, sem hefur, þrátt fyrir tuttugu ára starfsreynslu í aganefnd HSÍ, aldrei fengið mál þessu líkt inn á borð til sín.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira