Sport

Heitt í kolunum á Stamford Bridge

Nokkur hiti var í mönnum eftir leik Chelsea og Barcelona í gær.  Frank Rijkaard knattspyrnustjóri Barca, lenti í riskingum við Andre Villas, útsendara Chelsea eftir leikinn, en sá hollenski var afar bitur í leikslok.  "Mér finnst mjög sárt að tapa þessum leik, ekki síst vegna þess hve miklar vonir við bundum við að komas áfram og vegna hitans sem hefur verið í einvíginu.  Það rigndi yfir okkur móðgandi athugasemdum, en ég kýs að tjá mig ekki um það á þessari stundu", sagði sá hollenski. Rijkaard var ekki sá eini sem varð fyrir aðkasti eftir leikinn, því flösku var varpað í átt til Roman Abramovich eiganda Chelsea úr stúkunni þar sem áhangendur gestaliðsins sátu. UEFA ætlar að rannsaka þessi atvik betur, en knattspyrnusambandið er þegar með nokkur mál inni á borði úr fyrri viðureign liðanna, enda hefur einvígi þeirra verið sérstaklega hatrammt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×