Bíll fyrir fagurkera 1. apríl 2005 00:01 Citroën er þekkt fyrir flest annað en að fara troðnar slóðir í hönnun bíla. Hver man ekki eftir gömlu bröggunum sem ekki áttu neina sína líka á götunum eða fínu drossíunum með glussakerfinu sem lyfti bílnum tígulega upp um leið og honum var startað. Þótt Citroën-bílar dagsins í dag skeri sig kannski ekki eins mikið úr og þessir fyrirrennarar eru þetta þó bílar sem tekið er eftir, reyndar ekki síður þegar inn í bílinn er komið. Citroën C4 Saloon er þarna engin undantekning. Þetta er bíll sem sker sig úr þótt útlitið á Coupé bílnum sé raunar enn sérstakara. Sérkenni innréttingarinnar er kannski fyrst og fremst fólgin í staðsetningu mælaborðsins. Fyrir ofan stýrið er eingöngu að finna snúningsmæli, allt annað er í borði fyrir miðju þannig að farþegar hafa að því jafngóðan aðgang og bílstjórinn sjálfur. Af skemmtilegum búnaði í þessum bíl má nefna ljós í mælaborði sem sýna hvort belti eru spennt, líka belti í aftursæti, stýri með fastri miðju og hraðastilli og stillanlegan hraðatakmarkara sem er staðalbúnaður. Bíllinn er ágætlega búinn geymsluhólfum og snögum og sætin eru þægileg. Citroën C4 Saloon er aðgengilegur í allri umgengni og lipur og þægilegur í akstri, ekki síst í innanbæjarakstri þar sem nettleikinn kemur sér vel. Bíllin er búinn öllum helsta öryggisbúnaði. Má þar nefna hemlajöfnun og neyðarhemlunarbúnað og rétt er að geta þess að C4 Saloon fékk hæstu einkunn frá upphafi í sínum stærðarflokki í hinu þekkta öryggisprófi EuroNCAP eða 35 stig. Citroën C4 Saloon er bíll fyrir fagurkera. Þeir sem hafa gaman af frumlegri og fallegir hönnun munu sannarlega njóta þess að setjast inn í þennan bíl. Um leið er C4 ljúfur og skemmmtilegur fjölskyldubíll af minna meðallagi, þægilegur í umgengni bæði fyrir bílstjóra og farþega, lipur í akstri og síðast en ekki síst öruggur.Mynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVA Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Citroën er þekkt fyrir flest annað en að fara troðnar slóðir í hönnun bíla. Hver man ekki eftir gömlu bröggunum sem ekki áttu neina sína líka á götunum eða fínu drossíunum með glussakerfinu sem lyfti bílnum tígulega upp um leið og honum var startað. Þótt Citroën-bílar dagsins í dag skeri sig kannski ekki eins mikið úr og þessir fyrirrennarar eru þetta þó bílar sem tekið er eftir, reyndar ekki síður þegar inn í bílinn er komið. Citroën C4 Saloon er þarna engin undantekning. Þetta er bíll sem sker sig úr þótt útlitið á Coupé bílnum sé raunar enn sérstakara. Sérkenni innréttingarinnar er kannski fyrst og fremst fólgin í staðsetningu mælaborðsins. Fyrir ofan stýrið er eingöngu að finna snúningsmæli, allt annað er í borði fyrir miðju þannig að farþegar hafa að því jafngóðan aðgang og bílstjórinn sjálfur. Af skemmtilegum búnaði í þessum bíl má nefna ljós í mælaborði sem sýna hvort belti eru spennt, líka belti í aftursæti, stýri með fastri miðju og hraðastilli og stillanlegan hraðatakmarkara sem er staðalbúnaður. Bíllinn er ágætlega búinn geymsluhólfum og snögum og sætin eru þægileg. Citroën C4 Saloon er aðgengilegur í allri umgengni og lipur og þægilegur í akstri, ekki síst í innanbæjarakstri þar sem nettleikinn kemur sér vel. Bíllin er búinn öllum helsta öryggisbúnaði. Má þar nefna hemlajöfnun og neyðarhemlunarbúnað og rétt er að geta þess að C4 Saloon fékk hæstu einkunn frá upphafi í sínum stærðarflokki í hinu þekkta öryggisprófi EuroNCAP eða 35 stig. Citroën C4 Saloon er bíll fyrir fagurkera. Þeir sem hafa gaman af frumlegri og fallegir hönnun munu sannarlega njóta þess að setjast inn í þennan bíl. Um leið er C4 ljúfur og skemmmtilegur fjölskyldubíll af minna meðallagi, þægilegur í umgengni bæði fyrir bílstjóra og farþega, lipur í akstri og síðast en ekki síst öruggur.Mynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVA
Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira