Ætlaði ekki að bana Sæunni 15. apríl 2005 00:01 Magnús Einarsson sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur, að bana með því að kyrkja hana mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun þegar málið var þingfest. Magnús játaði að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn. Magnús ætlaði í fyrstu ekki að tjá sig um efni ákærunnar og hugðist þannig nýta rétt sinn til að tjá sig ekki um ákæruna fyrr en við aðalmálsferð. Hann sagði eftir stutt samtal við Kristin Bjarnason, verjanda sinn, að hann hefði ekki getað kynnt sér málsgögnin nógu vel. Þegar dómari spurði síðar hvort Magnús væri sáttur við ákæruna kom fram að hann viðurkenndi að hafa orðið Sæunni að bana en að það hefði ekki verið ásetningur hans. Að sögn Kristins Bjarnasonar verður látið á það reyna hvort hann verði dæmdur fyrir morð af gáleysi. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhaldi yfir honum til 22. júní. Magnús myrti konu sína í nóvember á síðasta ári, á heimili hennar í Hamraborg þar sem Sæunn bjó ásamt fjögurra ára dóttur og eins árs gömlum syni þeirra. Eftir að hafa banað Sæunni, með því að þrengja að öndunarvegi hennar með þvottasnúru, hringdi Magnús í lögreglu, prest og tengdaforeldra. Hann var handtekinn í íbúðinni og tekinn til yfirheyslu þar sem hann viðurkenndi verknaðinn. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, sagði í samtali við Fréttablaðið skömmu síðar að lát Sæunnar virtist ekki hafa verið óviljaverk heldur að um ásetning hefði verið að ræða. Eftir lát Sæunnar afsalaði Magnús sér forræði barnanna til foreldra hennar fram að dómslokum. Að sögn Páls Einarssonar, föður Sæunnar, líður börnunum tveim mjög vel og heimsækja þau föður sinn einu sinni í mánuði á Litla-Hraun. Einnig er samkomulagið á milli foreldra Sæunnar og Magnúsar gott. Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Magnús Einarsson sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur, að bana með því að kyrkja hana mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun þegar málið var þingfest. Magnús játaði að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn. Magnús ætlaði í fyrstu ekki að tjá sig um efni ákærunnar og hugðist þannig nýta rétt sinn til að tjá sig ekki um ákæruna fyrr en við aðalmálsferð. Hann sagði eftir stutt samtal við Kristin Bjarnason, verjanda sinn, að hann hefði ekki getað kynnt sér málsgögnin nógu vel. Þegar dómari spurði síðar hvort Magnús væri sáttur við ákæruna kom fram að hann viðurkenndi að hafa orðið Sæunni að bana en að það hefði ekki verið ásetningur hans. Að sögn Kristins Bjarnasonar verður látið á það reyna hvort hann verði dæmdur fyrir morð af gáleysi. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhaldi yfir honum til 22. júní. Magnús myrti konu sína í nóvember á síðasta ári, á heimili hennar í Hamraborg þar sem Sæunn bjó ásamt fjögurra ára dóttur og eins árs gömlum syni þeirra. Eftir að hafa banað Sæunni, með því að þrengja að öndunarvegi hennar með þvottasnúru, hringdi Magnús í lögreglu, prest og tengdaforeldra. Hann var handtekinn í íbúðinni og tekinn til yfirheyslu þar sem hann viðurkenndi verknaðinn. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, sagði í samtali við Fréttablaðið skömmu síðar að lát Sæunnar virtist ekki hafa verið óviljaverk heldur að um ásetning hefði verið að ræða. Eftir lát Sæunnar afsalaði Magnús sér forræði barnanna til foreldra hennar fram að dómslokum. Að sögn Páls Einarssonar, föður Sæunnar, líður börnunum tveim mjög vel og heimsækja þau föður sinn einu sinni í mánuði á Litla-Hraun. Einnig er samkomulagið á milli foreldra Sæunnar og Magnúsar gott.
Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira