Chicago 1 - Washington 0 25. apríl 2005 00:01 Körfuboltinn í Chicago er orðinn spennandi aftur, eftir að hafa verið í mikilli lægð í sjö ár. Ungt og frískt lið Chicago Bulls minnti hressilega á sig í gær með glæsilegum 103-94 sigri á Washington Wizards á sunnudagskvöld í frábærum körfuboltaleik. Það voru nýliðar liðsins, Ben Gordon og Andres Nocioni sem skópu sigurinn með frábærum leik sínum og baráttu, en lið Chicago er að leika gríðarlega skemmtilegan körfubolta, þar sem liðsheildin og góður varnarleikur er á oddinum. Ben Gordon, sem bæði þykir koma til greina sem nýliði ársins og besti sjötti maður ársins í deildinni, fór á kostum í leiknum og skoraði 30 stig, mestmegnis í tveimur kippum í sitthvorum hálfleiknum. Þá var Andres Nocioni ekki síður frábær í liði Chicago, en hann skoraði 25 stig og hirti 18 fráköst. Chicago hafði frumkvæðið lengst af í leiknum og þrátt fyrir stórleik Larry Hughes hjá Wizards í fyrri hálfleik, náði liðið ekki að halda í við frábært lið Chicago, sem vinnur hug og hjörtu aðdáenda sinna með baráttu og skemmtilegri spilamennsku. "Þetta var frábær leikur, en þetta var líka bara einn leikur. Við erum í úrslitakeppninni og nú þurfum við að gleyma þessum leik og einbeita okkur að þeim næsta," sagði Nocioni eftir leikinn. "Þessi sigur var góður fyrir félagið, eftir mörg mögur ár er gott fyrir fólkið að fá liðið sitt í úrslitakeppnina á ný," sagði Ben Gordon, sem gárungarnir í Chicago eru farnir að kalla Ben "Jordan", í höfuðið á hetju sinni til margra ára. "Við getum ekki unnið marga leiki þar sem ég og Antawn Jamison hittum úr einhverjum 7 skotum af 40," sagði Gilbert Arenas, sem náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti afleitlega. Atkvæðamestir í liði Chicago:Ben Gordon 30 stig, Andres Nocioni 28 stig (18 fráköst), Kirk Hinrich stig, Othella Harrington 10 stig, Antonio Davis 9 stig, Chris Duhon 7 stig (10 fráköst, 6 stoðsendingar).Atkvæðamestir í liði Washington:Larry Hughes 31 stig, Antawn Jamison 14 stig (7 fráköst), Kwame Brown 13 stig (9 fráköst), Juan Dixon 11 stig, Gilbert Arenas 9 stig (8 fráköst, 8 stoðsendingar, hitti úr 3 af 19 skotum sínum í leiknum). NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Körfuboltinn í Chicago er orðinn spennandi aftur, eftir að hafa verið í mikilli lægð í sjö ár. Ungt og frískt lið Chicago Bulls minnti hressilega á sig í gær með glæsilegum 103-94 sigri á Washington Wizards á sunnudagskvöld í frábærum körfuboltaleik. Það voru nýliðar liðsins, Ben Gordon og Andres Nocioni sem skópu sigurinn með frábærum leik sínum og baráttu, en lið Chicago er að leika gríðarlega skemmtilegan körfubolta, þar sem liðsheildin og góður varnarleikur er á oddinum. Ben Gordon, sem bæði þykir koma til greina sem nýliði ársins og besti sjötti maður ársins í deildinni, fór á kostum í leiknum og skoraði 30 stig, mestmegnis í tveimur kippum í sitthvorum hálfleiknum. Þá var Andres Nocioni ekki síður frábær í liði Chicago, en hann skoraði 25 stig og hirti 18 fráköst. Chicago hafði frumkvæðið lengst af í leiknum og þrátt fyrir stórleik Larry Hughes hjá Wizards í fyrri hálfleik, náði liðið ekki að halda í við frábært lið Chicago, sem vinnur hug og hjörtu aðdáenda sinna með baráttu og skemmtilegri spilamennsku. "Þetta var frábær leikur, en þetta var líka bara einn leikur. Við erum í úrslitakeppninni og nú þurfum við að gleyma þessum leik og einbeita okkur að þeim næsta," sagði Nocioni eftir leikinn. "Þessi sigur var góður fyrir félagið, eftir mörg mögur ár er gott fyrir fólkið að fá liðið sitt í úrslitakeppnina á ný," sagði Ben Gordon, sem gárungarnir í Chicago eru farnir að kalla Ben "Jordan", í höfuðið á hetju sinni til margra ára. "Við getum ekki unnið marga leiki þar sem ég og Antawn Jamison hittum úr einhverjum 7 skotum af 40," sagði Gilbert Arenas, sem náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti afleitlega. Atkvæðamestir í liði Chicago:Ben Gordon 30 stig, Andres Nocioni 28 stig (18 fráköst), Kirk Hinrich stig, Othella Harrington 10 stig, Antonio Davis 9 stig, Chris Duhon 7 stig (10 fráköst, 6 stoðsendingar).Atkvæðamestir í liði Washington:Larry Hughes 31 stig, Antawn Jamison 14 stig (7 fráköst), Kwame Brown 13 stig (9 fráköst), Juan Dixon 11 stig, Gilbert Arenas 9 stig (8 fráköst, 8 stoðsendingar, hitti úr 3 af 19 skotum sínum í leiknum).
NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira