Erlent

Fjöldamótmæli í Ekvador

Fjöldamótmæli hafa brotist út í Ekvador eftir að forseta landsins var vikið úr embætti í síðustu viku. Stuðningsmenn forsetans fyrrverandi hafa safnast saman á götum úti og krafist þess að forsetinn komist aftur til valda. Mótmælendurnir hafa undanfarna daga komið fyrir vegatálmum og kveikt í dekkjum og öðru lauslegu. Í gær voru fimmtán manns handteknir eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×