Erlent

Reyndu að handjárna ráðherrann

Ruth Kelly, menntamálaráðherra Bretlands, fékk ekki góðar móttökur þegar hún mætti til kosningafundar í kjördæmi sínu í Bolton á Englandi í fyrrakvöld. Þegar hún var í þann mund að ganga upp á sviðið viku tveir menn sér að henni, hrifsuðu í handlegg hennar og reyndu að setja í járn. Pólitískir andstæðingar Kelly komu henni til hjálpar en þá hentu fautarnir í hana eggjum og hlupu svo á brott. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en að sögn dagblaðsins The Independent er talið að mennirnir séu félagar í samtökunum Fathers4Justice.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×