Áfram unnið að álveri fyrir norðan 14. maí 2005 00:01 Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Hún vonast til þess að samkomulagið sem undirritað var í gær þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagðist í haust vonast til að stóriðjuframkvæmdir á Norðurlandi myndu fylgja í kjölfar uppbyggingar á Austurlandi. Hún viðurkenndi reyndar að það væri ekki hún heldur fjárfestar sem myndu ákveða staðsetningu næsta álvers en sendinefndir sex álfyrirtækja komu til landsins að skoða aðstæður í fyrra. Þar af fóru fjórar í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Kom þetta samkomulag henni á óvart? Valgerður segist hafa vitað af því að þeir aðilar sem koma að hugsanlegu álveri í Helguvík hefðu ræðst saman en stjórnvöld komi ekki að þessu. Valgerður segist telja að ýmsar rannsóknir Norðanlands séu lengra komnar en á Suðurnesjum og þetta samkomulag setji Helguvík ekki í neinn forgang. Allt eins geti verið að álver rísi fyrir norðan um leið. Í skoðanakönnun sem gerð var til að kanna áhuga Norðlendinga á að fá álver í fjórðunginn kom í ljós að stuðningur við stóriðju var minni en búist var við. Einnig var áberandi hversu margir voru tilbúnir að styðja uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi, bara á meðan það væri ekki í þeirra eigin firði heldur einhvers staðar annars staðar á svæðinu. Valgerður vonar að Helguvíkursamkomulagið geti því að vissu leyti haft jákvæð áhrif og telur að samkomulagið geti orðið til þess að Norðlendingar átti sig betur á því að þeir verði að standa betur saman. Valgerður segir málið það stutt á veg komið á Suðurnesjum að hún vilji engu fagna í bili enda er þar álver fyrir. Hún vill fyrst og fremst að álver rísi á Norðurlandi og segir stjórnvöld hafa unnið að því. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Hún vonast til þess að samkomulagið sem undirritað var í gær þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagðist í haust vonast til að stóriðjuframkvæmdir á Norðurlandi myndu fylgja í kjölfar uppbyggingar á Austurlandi. Hún viðurkenndi reyndar að það væri ekki hún heldur fjárfestar sem myndu ákveða staðsetningu næsta álvers en sendinefndir sex álfyrirtækja komu til landsins að skoða aðstæður í fyrra. Þar af fóru fjórar í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Kom þetta samkomulag henni á óvart? Valgerður segist hafa vitað af því að þeir aðilar sem koma að hugsanlegu álveri í Helguvík hefðu ræðst saman en stjórnvöld komi ekki að þessu. Valgerður segist telja að ýmsar rannsóknir Norðanlands séu lengra komnar en á Suðurnesjum og þetta samkomulag setji Helguvík ekki í neinn forgang. Allt eins geti verið að álver rísi fyrir norðan um leið. Í skoðanakönnun sem gerð var til að kanna áhuga Norðlendinga á að fá álver í fjórðunginn kom í ljós að stuðningur við stóriðju var minni en búist var við. Einnig var áberandi hversu margir voru tilbúnir að styðja uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi, bara á meðan það væri ekki í þeirra eigin firði heldur einhvers staðar annars staðar á svæðinu. Valgerður vonar að Helguvíkursamkomulagið geti því að vissu leyti haft jákvæð áhrif og telur að samkomulagið geti orðið til þess að Norðlendingar átti sig betur á því að þeir verði að standa betur saman. Valgerður segir málið það stutt á veg komið á Suðurnesjum að hún vilji engu fagna í bili enda er þar álver fyrir. Hún vill fyrst og fremst að álver rísi á Norðurlandi og segir stjórnvöld hafa unnið að því.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira