Barist um sæti Vinstri-grænna 30. maí 2005 00:01 Búist er við því að fleiri en núverandi borgarfulltrúar Vinstri-grænna í Reykjavík munu blanda sér í slaginn ef flokkurinn efnir til prófkjörs í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Borgarfulltrúarnir Árni Þór Sigurðsson og Björk Vilhelmsdóttir geta því átt von á að keppt verði um sæti þeirra ef þau ákveða að gefa kost á sér að nýju. Meðal þeirra sem nefnd hafa verið eru þau Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna, Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri-grænna í Reykjavík og Grímur Atlason, stjórnarmaður Vinstri-grænna í Reykjavík. "Stjórn félagsins hefur ákveðið að það fari fram forval við val á fulltrúum á framboðalistann og það er óháð því hvort að af samstarfinu við R-listann verður eða ekki. En slíkt á eftir að leggja fyrir félagsfund," segir Þorleifur Gunnarsson, varaformaður Vinstri-grænna í Reykjavík. Hann segir að ef um prófkjör verði að ræða verði það lokað prófkjör og þannig aðeins fyrir flokksmenn en slíkt eigi eftir að útfæra nánar. Viðræðunefnd R-listaflokkanna fundar í dag en enn er ekki ljóst hvort Vinstri-grænir muni taka þátt í R-lista samstarfinu. Vitað er að óformleg tillaga Framsóknar um að hver hinna þriggja flokka fái tvo fulltrúa á listann og fyrsta og áttunda sætið verði valið með öðrum hætti, hefur skapað umræðu sem leggst misvel í flokkana. Vinstri-grænir eru sagðir geta sæst á slíka tillögu en vilja fá annað úr býtum ef borgarstjóraefni listans verður frambjóðandi úr röðum Samfylkingarinnar og áttunda sætið framsóknarmaður. Meðal þess sem lauslega hefur verið nefnt er að bjóða Vinstri-grænum forystuhlutverk í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þar sem erfitt geti verið fyrir Framsóknarflokkinn að halda forystunni í Orkuveitunni vegna harðrar andstöðu Vinstri-grænna við orkusölu fyrirtækisins til stóriðju. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Búist er við því að fleiri en núverandi borgarfulltrúar Vinstri-grænna í Reykjavík munu blanda sér í slaginn ef flokkurinn efnir til prófkjörs í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Borgarfulltrúarnir Árni Þór Sigurðsson og Björk Vilhelmsdóttir geta því átt von á að keppt verði um sæti þeirra ef þau ákveða að gefa kost á sér að nýju. Meðal þeirra sem nefnd hafa verið eru þau Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna, Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri-grænna í Reykjavík og Grímur Atlason, stjórnarmaður Vinstri-grænna í Reykjavík. "Stjórn félagsins hefur ákveðið að það fari fram forval við val á fulltrúum á framboðalistann og það er óháð því hvort að af samstarfinu við R-listann verður eða ekki. En slíkt á eftir að leggja fyrir félagsfund," segir Þorleifur Gunnarsson, varaformaður Vinstri-grænna í Reykjavík. Hann segir að ef um prófkjör verði að ræða verði það lokað prófkjör og þannig aðeins fyrir flokksmenn en slíkt eigi eftir að útfæra nánar. Viðræðunefnd R-listaflokkanna fundar í dag en enn er ekki ljóst hvort Vinstri-grænir muni taka þátt í R-lista samstarfinu. Vitað er að óformleg tillaga Framsóknar um að hver hinna þriggja flokka fái tvo fulltrúa á listann og fyrsta og áttunda sætið verði valið með öðrum hætti, hefur skapað umræðu sem leggst misvel í flokkana. Vinstri-grænir eru sagðir geta sæst á slíka tillögu en vilja fá annað úr býtum ef borgarstjóraefni listans verður frambjóðandi úr röðum Samfylkingarinnar og áttunda sætið framsóknarmaður. Meðal þess sem lauslega hefur verið nefnt er að bjóða Vinstri-grænum forystuhlutverk í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þar sem erfitt geti verið fyrir Framsóknarflokkinn að halda forystunni í Orkuveitunni vegna harðrar andstöðu Vinstri-grænna við orkusölu fyrirtækisins til stóriðju.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent