San Antonio 1 - Detroit 0 10. júní 2005 00:01 Manu Ginobili stal senunni í fyrsta úrslitaleik San Antonio og Detroit á fimmtudagskvöldið, þegar hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var maðurinn á bak við góðan sigur heimamanna, 84-69. Detroit byrjaði vel í leiknum og náði ágætri forystu í snemma, sem þeir héldu fram í síðari hálfleikinn. Þá var hinsvegar komið að þætti Ginobili, sem hitti úr 9 af 10 skotum sínum í hálfleiknum, ýmist úr gegnumbrotum eða langskotum. Tim Duncan átti einnig góðan leik fyrir San Antonio og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Tony Parker bætti við 15 stigum og olli varnarmönnum Detroit vandræðum með hraða sínum, rétt eins og Ginobili, sem keyrði óhræddur inn í teig Pistons hvað eftir annað. "Ég náði mér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og vildi því reyna að vera grimmari í þeim síðari. Það tókst og ég fékk fljótlega á tilfinninguna að ég gæti ekki misst marks. Þetta eru úrslitin og þar verður maður að tjalda öllu. Ég gerði það svo sannarlega í kvöld og ég held að þetta hafi verið einn af mínum bestu leikjum í vetur," sagði Argentínumaðurinn knái. Stigaskorið í leiknum var það fjórða lægsta í úrslitakeppninni frá upphafi, en báðum liðum var mikið í mun að láta til sín taka í varnarleiknum, sem er þeirra sterkasta hlið. Tim Duncan viðurkenndi að hann og félagar hans hefðu verið dálítið ryðgaðir í byrjun, en sagði þá verða fljóta að hrista það af sér. "Við vissum að þetta yrði mikill baráttuleikur, því þeir eru gríðarlega sterkt varnarlið. Við vorum dálítla stund að koma okkur í gang, því við höfum ekki spilað svo lengi og mér fannst fyrri hálfleikurinn bera þess glögglega merki. Ég kúðraði troðslu og það var dálítið til marks um það hvað við vorum ryðgaðir. Síðan lét ég leikinn bara koma til mín hægt og rólega," sagði Duncan. "Við spiluðum hörkuvörn í síðari hálfleiknum og gerðum það sem við þurftum að gera til að vinna. Ég á hinsvegar ekki orð yfir því hvernig Manu spilaði í sókninni undir lokin. Hann var ótrúlegur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. DETROITSAN ANTONIOStig6984Skot/skot reynd29-77 (.377)34-79 (.430)3ja stiga skot/skot reynd1-6 (.167)4-13 (.308)Vítanýting10-14 (.714)12-15 (.800)Fráköst (sókn/heildar)11-3515-49Stoðsendingar1512Tapaðir boltar1215Stolnir boltar123Varin skot108Stig úr hraðaupphlaupum128Villur (Tækni/ásetnings)19 (1/0)17 (0/0)Stærsta forysta í leik (stig)1317Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 26 stig (9 frák), Tim Duncan 24 stig (17 frák), Tony Parker 15 stig, Nazr Mohammed 10 stig (7 frák), Robert Horry 7 stig, Glenn Robinson 2 stig (3 varin, lék 6 mínútur).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (6 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Rasheed Wallace 6 stig (8 frák), Ben Wallace 5 stig (7 frák), Antonio McDyess 2 stig (7 frák), Lindsay Hunter 2 stig, Carlos Arroyo 2 stig, Darvin Ham 2 stig. NBA Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Sjá meira
Manu Ginobili stal senunni í fyrsta úrslitaleik San Antonio og Detroit á fimmtudagskvöldið, þegar hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var maðurinn á bak við góðan sigur heimamanna, 84-69. Detroit byrjaði vel í leiknum og náði ágætri forystu í snemma, sem þeir héldu fram í síðari hálfleikinn. Þá var hinsvegar komið að þætti Ginobili, sem hitti úr 9 af 10 skotum sínum í hálfleiknum, ýmist úr gegnumbrotum eða langskotum. Tim Duncan átti einnig góðan leik fyrir San Antonio og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Tony Parker bætti við 15 stigum og olli varnarmönnum Detroit vandræðum með hraða sínum, rétt eins og Ginobili, sem keyrði óhræddur inn í teig Pistons hvað eftir annað. "Ég náði mér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og vildi því reyna að vera grimmari í þeim síðari. Það tókst og ég fékk fljótlega á tilfinninguna að ég gæti ekki misst marks. Þetta eru úrslitin og þar verður maður að tjalda öllu. Ég gerði það svo sannarlega í kvöld og ég held að þetta hafi verið einn af mínum bestu leikjum í vetur," sagði Argentínumaðurinn knái. Stigaskorið í leiknum var það fjórða lægsta í úrslitakeppninni frá upphafi, en báðum liðum var mikið í mun að láta til sín taka í varnarleiknum, sem er þeirra sterkasta hlið. Tim Duncan viðurkenndi að hann og félagar hans hefðu verið dálítið ryðgaðir í byrjun, en sagði þá verða fljóta að hrista það af sér. "Við vissum að þetta yrði mikill baráttuleikur, því þeir eru gríðarlega sterkt varnarlið. Við vorum dálítla stund að koma okkur í gang, því við höfum ekki spilað svo lengi og mér fannst fyrri hálfleikurinn bera þess glögglega merki. Ég kúðraði troðslu og það var dálítið til marks um það hvað við vorum ryðgaðir. Síðan lét ég leikinn bara koma til mín hægt og rólega," sagði Duncan. "Við spiluðum hörkuvörn í síðari hálfleiknum og gerðum það sem við þurftum að gera til að vinna. Ég á hinsvegar ekki orð yfir því hvernig Manu spilaði í sókninni undir lokin. Hann var ótrúlegur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. DETROITSAN ANTONIOStig6984Skot/skot reynd29-77 (.377)34-79 (.430)3ja stiga skot/skot reynd1-6 (.167)4-13 (.308)Vítanýting10-14 (.714)12-15 (.800)Fráköst (sókn/heildar)11-3515-49Stoðsendingar1512Tapaðir boltar1215Stolnir boltar123Varin skot108Stig úr hraðaupphlaupum128Villur (Tækni/ásetnings)19 (1/0)17 (0/0)Stærsta forysta í leik (stig)1317Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 26 stig (9 frák), Tim Duncan 24 stig (17 frák), Tony Parker 15 stig, Nazr Mohammed 10 stig (7 frák), Robert Horry 7 stig, Glenn Robinson 2 stig (3 varin, lék 6 mínútur).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (6 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Rasheed Wallace 6 stig (8 frák), Ben Wallace 5 stig (7 frák), Antonio McDyess 2 stig (7 frák), Lindsay Hunter 2 stig, Carlos Arroyo 2 stig, Darvin Ham 2 stig.
NBA Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Sjá meira