Sport

Robinho vill fara til Madrid

Brasilíska undrabarnið Robinho hefur tekið af allan vafa um framtíð sína og segist vilja ganga til liðs við Real Madrid á Spáni, en hinn 21-árs gamli sóknarmaður hefur verið orðaður við félög á Englandi. "Real Madrid er að mínu mati besta félag sem brasilískur knattspyrnumaður getur spilað með. Ég þekki þjálfara liðsins vel og það er kominn tími til fyrir mig að yfirgefa Santos," sagði Robinho, sem hefur verið eftirsóttur af Englandsmeisturum Chelsea og bikarmeisturum Arsenal undanfarnar vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×