Sport

Gerrard: Ég vil fara frá Liverpool

Nú er orðið endanlega ljóst að fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, er á förum frá félaginu en þetta staðfesti hann í yfirlýsingu nú síðdegis. Gerrard hafnaði launatilboði frá Liverpool upp á 100.000 pund gærkvöldi en þá hafnaði félagið 32 milljóna punda tilboði í leikmanninn frá Chelsea. Í yfirlýsingu frá Liverpool í dag segir að Gerrard hafi nú þegar óskað eftir því að fara frá félaginu og ekki þýði að bjóða honum betri samning. Í yfirlýsingu frá Gerrard segir; "Þetta er erifðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í lífinu. Ég ætlaði mér alltaf að skrifa undir nýjan samning við Liverpool eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni en atburðir sl. 5-6 vikna hafa gjörbreytt því öllu." Fréttir frá Anfield herma að Liverpool muni nú bíða eftir formlegri beiðni frá Gerrard um að verða seldur frá félaginu. Talið er að nú fari í hönd tilboðsstríð milli Real Madrid og Chelsea um miðjumanninn sterka og má búast við því að kaupverð á honum frá Liverpool verði á bilinu 35-40 milljónir punda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×