Erlent

Rýmingu Gaza nær lokið

Búið er að rýma nær allar landnemabyggðir á Gaza og segja ísraelsk stjórnvöld brottflutninginn hafa gengið mun betur fyrir sig en áætlað var í byrjun. Stjórnvöld hafa rifið niður stærstan hluta heimila Ísraela á Gazasvæðinu og er ljóst að dagar Ísraela þar eru taldir. Búist er við að Palestínumenn taki við svæðinu innan tveggja vikna. Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti í gær að fjórar byggðir ísraelskra landnema norðanmegin á Vesturbakkanum yrðu einnig rýmdar. Sextán ráðherrar studdu tillöguna en fjórir voru henni andvígir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×