Erlent

Hagel vill bandaríska hermenn heim

Chuck Hagel, sem nefndur hefur verið líklegur frambjóðandi Repúblikana, í næstu forsetakosningum, sagði í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í gær, að Íraksstríðið líktist æ meir  Víetnam stríðinu og að Bandaríkin þyrftu að gera áætlun sem gerði ráð fyrir að herinn færi frá landinu innan fárra ára. Hann sagði stríðið vera að tapast, Bush hefði í raun enga stefnu og það fyndi almenningur nú. Hann sagði réttast að byrja að draga hermenn heim hægt og rólega en forsetakosningar fara fram í landinu árið 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×