Erlent

Vélina skorti eldsneyti

Þetta kom fram í skýrslu grískrar rannsóknarnefndar sem kannar tildrög slyssins og AP fréttastofan skýrði frá. Skýrslan skýtur stoðum undir þær kenningar sem fram hafa komið um slysið, þar sem talið var að farþegar og áhöfn hefðu misst meðvitund vegna þess að loftþrýstingur féll í vélinni og að einhver hafi reynt að bjarga vélinni skömmu áður en hún fórst. Daginn sem vélin hrapaði höfðu tvær herþotur flogið upp að henni til þess að athuga hvort eitthvað væri að því allt samband við vélina hafði rofnað. Sögðust flugmenn herþotnanna hafa séð að aðstoðarflugmaður farþegavélarinnar hefði verið í öngviti og flugmaðurinn hafi hvergi verið sjáanlegur. Þeir sáu jafnframt súrefnisgrímur hangandi í farþegarýminu. Líkamsleifar 118 farþega og áhafnar hafa fundist en þrír eru enn ófundnir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×