Erlent

Róttækar björgunaraðgerðir

Árekstrar mannskepnunnar og tignarlegra kattardýra valda því að bengal-tígrisdýrin eru í útrýmingarhættu. Grípa á til róttækra aðgerða til að sporna við þessari þróun. Bengal-tígrisdýrið er þjóðardýr Indlands, kröftugt, stórt og stolt. Það er kannski þess vegna sem það nýtur mikilla vinsælda í Kína, þar sem það er notað í ýmis hefðbundin lækningalyf. Þrátt fyrir ýmsiskonar aðgerðir hefur lítið gengið að hafa upp á veiðiþjófum sem drepa dýrin og selja skinnin af þeim og beinin. Opinberlega er því haldið fram að fjöldi Bengal-tígrisdýrin séu undir fjögur þúsund en dýrverndunarsinnar segja að talan sé í raun mikil lægri. Á sumum verndarsvæðum sé dýrin hreinlega horfin. Forsætisráðherra Indlands frétti af þessu og brá í brún svo mjög að hann skipaði sérstakan vinnuhóp, sem mælti nýlega með stofnun sérstakrar lögreglu og harðari viðurlögum. En það þarf fleira til og Sunita Narain, forsvarsmaður bjögunaraðgerða segir vera afar mikilvægt að vernda tígrastofninn. Hún sagði að til þess að hægt sé að vernda stofninn þurfi aðstoð heimamanna. Samvinnu er þörf, því víða er það vaxandi byggð og árekstrar milli mannfólks og tígurs sem valda því að þau hörfa. Því stendur nú til að flytja íbúa fimmtán hundruð þorpa til, svo að Bengal-tígur hafi nægilegt rými.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×