Erlent

Stjórnarskrárdrög lögð fram í Írak

Drög að nýrri stjórnarskrá Íraks voru kynnt íraska þinginu í gær, þrátt fyrir mótmæli minnihluta súnnía. "Við höfnum stjórnarskrárdrögunum sem lögð voru fram því samþykki okkar vantaði," sagði Nasser al-Janabi, fulltrúi súnnía. Atkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána var þó frestað í gær en reyna á til þrautar að ná fram stuðningi súnnía við hana. Frestur til að leggja fram drög að nýrri stjórnarskrá rann út á miðnætti. Íraska þingið hefur nú þrjá daga til að ræða og ná samkomulagi um stjórnarskrána, segir Hajim al-Hassani, forseti íraska þingsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×