Sport

Árni Gautur tapaði í vítakeppni

Árna Gauti Arasyni, landsliðsmarkverði tóks ekki að tryggja norska félagi sínu Välerenga hundruðir milljóna króna í kvöld þegar lið hans tapaði fyrir belgíska liðinu Club Brugge í vítaspyrnukeppni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn sjálfur fór 1-0 fyrir Club Brugge en Välerenga vann fyrri leikinn 1-0 í Osló. Í vítaspyrnukeppninni vann Brugge 4-3, Árni Gautur varði eina spyrnu Belgana. Ef Välerenga hefði unnið hefði liðið fengið 700-800 milljónir fyrir sjónvarpstekjur og aðrar tekjur sem fylgja þegar lið kemst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×